Það hefur margt gengið á hjá CS samfélaginu á Íslandi síðustu mánuðina, margt til hins verra. Sumir vilja einfaldlega lýsa því þannig að þetta samfélag okkar sé einfaldlega að drepast, og þá sérstaklega eftir nýkomna yfirlýsingu Seven að þeir hafi ákveðið að hætta.
Eg hef nú áhuga að sjá þetta fara einhvern vegin öðruvísi en þannig, og ég trúi að margir séu þeirrar sömu skoðunnar. Fór síðan að pæla í því hvað ég gæti gert til þess að láta þetta fara á annan veg. Hvað vantaði?

Það sem kom mér fyrst í hug var að liðin hérna hafa ekkert lengur til að spila fyrir. Ok Skjalfti er hættur, nógu slæmt er það, en við höfum ekki einusinni eitthvað online mót sem virðist geta gengið meira en eitt Season. Yfirleitt mæta einhverjir gæjar hérna, og halda mót sem heppnast misvel. Yfirleitt endar það þannig að eftir kanski eitt season af einhverju deildarmóti, þar sem efstu liðin í deild2 áttu að fara upp í fyrstu og svo, þá verður ekkert meir. Þá er kanski bara farið úti einhverja Double Elimination keppni, og næsta sem maður veit er að þetta apparat er orðið dautt.
Gæti áreiðanlega, ef ég vildi vælt alveg heilan helling um einhver svona málefni en ég held að það sé kominn tími fyrir mig að hætta að væla og einfaldlega gera bara eitthvað í hlutunum sjálfur. Ekki bara bíða eftir að einhverjir aðrir geri þetta fyrir mann.

Við í GD og nova höfum ákveðið að reyna koma af stað móti, mótaröð, sem eigi eftir að lifa í gegnum fleiri en aðeins 1 Season eða svo. Eitthvað sem vonandi getur unnið sér inn til virðingar meðal Íslenskra CS spilara og sé eitthvað þess virði til að setjast niður fyrir framan tölvuna og æfa sig fyrir.

Mótinu verður háttað þannig að það verða 3 deildir, með átta liðum hver.
Aðeins einn leikdagur verður á viku fyrir hverja deild. Sunnudagur fyrir Fyrstu deild, Mánudagur fyrir Aðra deild og Þriðjudagur fyrir Þriðju deild.

Afhverju 8 lið en ekki 10? Held að það sé þægilegra að vinna með þessa tölu. Lengdin á hverju Seasoni styttist mikið og einnig, þá er skill munurinn á íslandi það mikill að ef 10 lið eru í efstu deild, þá væri munurinn á besta liðinu og því versta sjánlega mikill.
Miðað er við að eitt Season taki 2 mánuði.

Skráning fer öll fram í gegnum email.
Sendið email á icelandiconline@visir.is með eftirfarandi upplýsingum.

- Clan Nafni
- Clan Taggi
- Steam id´s og nicks hjá öllum spilurum.

Skráningarfrestur er til 24 Janúar.
Fyrstu leikir munu hefjast 28 Janúar.

Heimasíðan er væntanleg innan fárra daga og munu allar upplýsingar um mótið, reglur og fleira vera þar inná.

Irc´rás #icelandic-online
Allar spurningar fara á oppana.