Hvernig líst mönnum á að endurvekja gamlan draug?
Fyrir rúmu ári síðan stóðu Spazzinn og félagar hans í TVAL (að mig minnir) fyrir því að stofna íslenskan ladder á Clanbase.
<a href=http://www.clanbase.com/rating.php?lid=255></a>
Á þeim tíma voru klön á Íslandi fá, og samstaða um að spila á þessum ladder náðist ekki.
það má að einhverju leyti skrifa á það að á þessum tíma voru allir með góða tengingu til Evrópu og vildu þá heldur vera að spila á ladderum sem fleiri þjóðlönd höfðu aðgang að.
En svo kom að Landssíminn tók þá ákvörðun okkur til mikillar ánægju að skera stórlega niður tengingar sínar til Evrópu (restina þekkjum við flestir)
Íslenski ladderinn hvarf fljótlega í gelymskunnar dá og síðasti leikurinn sem fór þar fram á milli íslenskra liða var á milli TVAL og NeF í Maí í fyrra.

Síðan þá hefur allskonar óþjóðalýður hreiðrað um sig þar og eins og er eru einhverjir Spanjólar á toppnum.

Hvernig væri nú að íslensku liðin tækju sig saman í andlitinu og skráðu sig þarna inn? Tengingarmál til Evrópu skipta þar engu máli því leikirnir færu fram hérlendis.

Kostir þessa eru tvímælalaust að þá yrði hér á landi “competitive scene” allt árið, og ekki háð flóðum og fjörum ICSN (Sem eiga reyndar allan heiðir skilinn fyrir þeirra framlag)

Þessu er hérmeð varpað fram.

Kveðja. [.Love.]Cupid

PS stolið úr reglum ClanBase:

Country/region ladders are not restricted to clans of the right nationality. The only restriction is that matches for country/region ladders have to be played on servers in that country/region. To enter a ladder of a country or region other than your own, use the following trick: change the clans' nationality, subscribe, and then change it back.