Margir hverjir hafa pm mig og beðið mig um að setja inn grein um hvernig Landsliðið í CSS er uppbyggt, eftir að hafa lesið svar mitt við einni lítilli spurningu um Landsliðið.

Eftir að hafa séð nokkrum sinnum hjá spilurum og þá aðalega hjá 1,6 spilara, að sjá þá koma inn á ircrás okkar #team-iceland.css og vera hlægja af topic þar sem stendur að Landsliðið sé að Recruit og quita ircrásina, en þetta finnst mér sýna mikla vanþekkingu á starfsemi okkar og þessir aðilar hafa greinilega ekki kynnt sér málin.

Og meðal annars vegna þessa þá hef ég ákveðið að útskýra aðeins hvernig þetta er háttað hjá okkur, enda ekki margir hverjir að skilja hvernig þetta er uppbyggt hjá okkur.

Til að byrja með, þá útskýri ég aðeins hér um C Team okkar:

Í C deild landsliðsins er raun og veru alltaf opið fyrir spilara sem hafa góðan skilning á leiknum osfr.

A - er besta liðið okkar og er að keppa í Cup og sterkari mótum.

B - Keppir í ladder og minni mótum.

C - Eru þeir sem þurfa sýna sig og sanna og eru ekki í neinum mótum nema að keppa við A og B og erlendum scrimmum.

Eins og sjá má, þá er þetta skipt í 3 deildir og eru A og B deildir fullskipaðar (Sjá heimasíðu okkar www.team-iceland.half-life.is ) og fer þar enginn inn nema að hafa sýnt sig og sannað. Þess ber að geta að þótt spilari í C deild hafi sýnt sig og sannað, þá er það ekki sjálfgefið að hann færist upp, heldur verður hann fyrsti maður inn þegar staða losnar í A eða B.

Í C deild eru núna 12 spilarar og eru þeir ekki gefnir upp á heimasíðu okkar og þar af leiðandi ekki gefið upp hverjir það eru hér á þessum spjallþræði né nein staðar annars staðar, en ég hef fengið alltof margar fyrirspurnir um hverjir eru í C deild og svarið alltaf það sama frá mér “Bara A og B meðlimir eru gefnir upp”.

Stefnan er að hafa um 20 manns í C deild og jafnvel fleiri ef góðar undirtektir eru og þá fjölga í fleiri deildir, og þá myndum við vilja sjá C deild vera scrimma á fullu við Íslensk lið osfr.

Ég hef haft þá reglu að ég hleypi menn ekki inn nema að umsækjandi hafi sýnt mér eitthvað til þess að verða verðugur landsliðsmaður og þar hef ég farið í Hltv í scrimmum hjá umsækjendum, speccað þá á public, tekið dual við þá osfr.

Menn geta síðan spáð og spekulerað hvort eitthverjir í C liði séu ekki eins góðir spilarar og þeir sjálfir, en þeir sem standa sig ekki nógu vel, eru ekki langlífir í C deildinni.

Tagið Landsliðsins er .is en það er ekki ætlað til notkunar á puplic serverum. Eingöngu þegar liðsmenn koma fram í liðsheild, æfingum og eru að keppa fyrir hönd Ísland.

Í gegnum tíðina þá hef ég orðið talsvert vitni af óvirðingu og hrokafullum spilurum og þar af leiðandi settum við upp eina reglu í Landsliðinu og er hún svohljóðandi:

Meðlimur þarf að gangast undir almenna hegðun Landsliðsins, og tekur Leader ákvörðun um alvarleika brotsins að hverju sinni. Við skiptum okkur að sjálfsögðu ekki að því hvað meðlimir gera almennt í frítíma sínum. En þegar menn koma fram sem fulltrúar Landsliðsins, þá eru kröfur Landsliðsins um almenna hegðun mjög skýrar. Brot á reglunum varðar brottvísun úr Landsliðinu.

Landsliðið hefur það markmið að halda úti reglulegum æfingum, æfa og þróa skipulag og tækni og taka þátt í keppnum. Eins er það keppikefli að stuðla að aukinni þekkingu á CS:Source spilun og efla raun og veru Cs menninguna í heild sinni.

Kær kveðja og von um góðan skilning og virðingu fyrir conseptinu hjá okkur.

Chef-Jack