Nú ætla ég að skýra út hvernig sett er plugin fyrir Kz .. svo hægt sé að gera /checkpoint og þannig :D

Fyrst af öllu verður þú að eiga AMX Mod X og hægt er að finna grein hér um hvernig hægt sé að setja það upp fyrir server.

Næst skaltu smella hér til að ná í kz_multiplugin

Í .ZIP skránni sem kemur, er hægt að finna nokkra hluti sem þarf að Extract-a á réttan stað. ATH:: Réttan stað.

Fyrir Dedicated Server er það == C:\Program Files\Steam\SteamApps\%Þitt Account%\Dedicated Server\cstrike\addons\amxmodx
Fyrir HLServer er það == C:\Program Files\HLServer\cstrike\addons\amxmodx eða C:\HLServer\cstrike\addons\amxmodx eða eftir því sem við á.

Næst skaltu opna plugins.ini hana er að finna í \addons\amxmodx\configs möppunni. Skrifaðu neðst í hana kz_multiplugin.amxx og vistaðu.

Næst skaltu opna modules.ini hana er að finna í configs möppunni líka. Leitaðu þar af línu sem lítur svona út ;cstrike_amxx.dll Láttu hana líta svona út cstrike_amxx.dll Svo þarftu að finna línu sem lítur svona út ;engine_amxx.dll og láttu hana líta svona út engine_amxx.dll og vistaðu svo.

Næst verður þú að logga þig inn sem Admin og fara í amxmodmenu og ýta á takka 9 og 5 .. Þar á allt að vera á OFF

Þá er það bara komið :D Ef það eru einhver vandræði, þá bara segja mér frá hér á Huga eða á MSN :D

Þessa grein mun vera hægt að finna á þessari slóð hér þegar ég hef klárað við að setja hana á heimasíðuna mína.