Tournament Online Cs:Source Glæsilegt mót framundan, en undanfarnar vikur hefur verið unnið hörðum höndum við undirbúning á Tournament Online Cs:Source sem verður haldið um Páskana, dagana 13-16 apríl.

Tekið er við skráningu á heimasíðu mótsins: www.rikur.net/tonline

Mótið er styrkt af:

Rikur.net sem býður meðal annars upp á vefhýsingu, Ftp, Póstþjónustu, ventServera, Cs servera, BNC fyrir IRC, svo eitthvað sé nefnt. Rikur.net á allan heiður af gerð heimasíðu mótsins.
Heimasíða: www.rikur.net

Icepads, en það fyrirtæki ættu flestir að fara þekkja en þeir bjóða hinu vinsælu og hágæða músarmottur, Headsets og fleira sem uppfylla allar kröfur tölvunotandans.
Heimasíða: www.icepads.com

Skjálfti veitir Tournament Online Cs:Source forgang á Simnet servera og vilja aðstandendur mótsins koma á framfæri þakklæti fyrir afnot á serverum.
Heimasíða: www.hugi.is/skjalfti

Reglurnar fyrir mótið eru mjög góðar og ætti að hindra þursaskap ofl. sem oft vill gerast í hita leiksins, en erlendar reglur voru hafðar til viðmiðunar.

1.
Lið sem að brjóta eftirfarandi reglur geta fengið refsispjöld. Í alvarlegri tilfellum geta dómarar fengið umsjónarmenn til að taka ákvarðanir um tímabundið bann eða brottvísun frá keppni.

Lið geta fengið þrjár gerðir spjalda.

*Gult spjald #:
Þessu spjaldi er framvísað við minniháttar reglubrot. Þegar að gulu spjaldi er framvísað gæti úrslitum leiks verið breytt andstæðingunum í hag. Að öðru leyti er þessu spjaldi einungis ætlað að veita viðvörun. Tvö gul spjöld teljast sem eitt rautt spjald.

*Rautt spjald # :
Leikurinn sem að rauða spjaldinu er framvísað í telst vera tapleikur og verður skráð sem 30-0 sigur hjá andstæðingunum. Tvö rauð spjöld fellur undir tvö rauð spjöld.

* Tvö rauð spjöld # :
Lið sem að hefur hlotið tvö rauð spjöld verður vísað frá keppni og leikmönnum eða liði verður hugsanlega meinuð þáttaka í komandi keppnum.

Aðeins er hægt að framvísa einu spjaldi í leik. Þegar um alvarleg brot er að ræða verður einungis harkalegasta spjaldinu framvísað. Þegar að lið fremur alvarleg brot ítrekað og hunsar viðvaranir dómara og umsjónarmanna.

2.
Dónaleg framkoma gagnvart dómurum, andstæðingum og umsjónarmönnum á einhverju tímabili á meðan á keppni stendur verður refsað með gulu spjaldi. Ef að um síendurtekin brot er verið að ræða getur umsjónarmaður meinað leikmanninum eða liðinu að taka þátt í keppni.

3.
Fyrirliði liðs er ábyrgur gagnvart umsjónarmönnum og dómurum að liðsmenn hann þekkji og fylgju reglunum.

4.
Mótshaldarar áskilja sér rétt til að vísa öllum þeim sem að hafa brotið síendurtekið af sér í keppni um þáttöku í komandi keppnum og mótum.


Umsjónarmenn

1.
Umsjónarmenn eru ábyrgir fyrir því að skipuleggja og ákvarða tímasetningar á leikjum. Að finna og þjálfa dómara.

2.
Allar ákvarðanir sem að koma eigin liði umsjónarmanna verða að vera í höndum annarra umsjónarmanna eða dómara.


Dómarar

1.
Dómari er einstaklingur sem að hjálpa umsjónarmönnum á meðan keppni stendur. Dómarar sem að misnota vald sitt verða teknir af lista yfir dómara.

2.
Dómarar eru skipaðir af umsjónarmönnum. Ef að þú hefur áhuga á að verða dómari hafðu samband við umsjónarmann

3.
Dómarar sjá um að framfylgja reglum, taka leikina upp, taka skjáskot og færa inn úrslit.

4.
Lið geta neitað því að ákveðnir dómarar sjái um leiki þeirra að þessum skilyrðum uppfylltum:

Dómarinn spilar í sama riðli, dómarinn er líklegur til að spila í úrslitum gegn sama liði,
dómarinn er vinur leikmanna annars liðsins. Ef að lið ákveður að hafna dómara verða þeir að tilkynna umsjónarmanni það þegar að í ljós hefur komið hver að dómarinn verður. Lið geta ekki hafnað dómara eftir að leikur hefur hafist( server stillingar o.s.f.).

5.
Ef að lið brýtur reglur án þess að dómari taki eftir er það samt sem áður ábyrgt fyrir brotinu.

6.
Dómara er frjálst að sparka leikmanni úr leik.


Admin mótsins eru:
AdaNte
Stolen
TheKeko
Vileshout
Spitfir3
AlcoNiz

Ef um spurningar er að ræða, þá er öllum bent á ircrásina #Source.is

Kíkið á heimasíðu mótsins: www.rikur.net/tonline

Kær kveðja og fyrir hönd mótsins
Smári / Chef-HJack