European Nations Championship eða ENC er á næsta leiti og munum við að sjálfsögðu tefla fram liði fyrir hönd Íslands.

24 lið geta tekið þátt og fyrir ykkur sem ekki vissuð þá eru 45 lönd í Evrópu, það má nú samt afskrá svona 15 lið af þessum 45 löndum sem þáttakendum.
Þannig það má búast fastlega við því að það verði einhverskonar “knockout stages” sem er þannig háttað að lið etja kapp við hvort annað um sæti í þessari keppni og liðið sem tapar fær því miður ekki að taka þátt.

Af þessum 24 liðum munu vera 6 liða finals í Leipzig í Þýskalandi.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum, eða 30.000 evrur fyrir Counter-Strike, sem mun þá deilast yfir verðlaunasætin. 30.000 = 2.400.000kr, gróflega reiknað.

Lineup hefur ekki verið ákveðið en ég tel að hafa 6 manna lið besti kosturinn svo einhverjum ásættanlegum árangri verði náð, þarsem fjórða sætið í riðlunum í NationsCup var ekki nógu gott að mínu mati.

Ég hvet alla til að koma á #Team-Iceland og fylgjast með gangi mála.