Við í deildinni höfum ákveðið að starta online móti með tveimur deildum sem raðað verður í eftir styrkleika. Hve mörg lið verða í hverri deild fer algjörlega eftir fjölda liðanna sem skrá sig í mótið.

Verður líklegast bara ein umferð sem sagt allir spila við alla einu sinni nema þáttakan verði það slæm að hægt sé að hafa 2 :).
Verða spilaðir 2 leikir á viku, hvert lið fær einn heima leik og einn útileik og er það alltaf verk heimaliðsins að vera búnað reporta úrslit fyrir kl 24:00 á sunnudagskvöldi annars vinnur útiliðið 30-0 sjálfkrafa.

Er áætlunin að hafa nokkur season í þessu móti eða þangað til CS deyr, svo um að gera að vera með frá upphafi.

Playoffs: Munu átta efstu liðin í báðum deildum fara í playoffs og í efri deildinni er spilað uppá stórglæsileg verðlaun og að sjálfsögðu heiðurinn. En í hinni deildinni er spilað uppá sæti í efstu deild. Komast 4 efstu liðin uppúr neðri deildinni í þá efri. Falla fjögur neðstu lið úr efri deildinni niðrí þá neðri.

Verðlaun og kostnaður: Kostar 250 kr á hvern leikmann að taka þátt, það bæði borgar verðlaun og heimasíðu mótsins. Ekki er endurgreitt ef lið skráir sig úr keppni eða leikmaður hættir í sínu liði er þetta bæði gert svo að verðlauninn minnki ekki og svo ætti þetta kanski að halda fólki við efnið og halda sér í sama clani ;). Verðlaunin eru ekki á verri endanum en verða 10.000 kr fyrir fyrsta sætið í efri deildinni og eigum við eftir að skoða verðlaun fyrir annað og þriðja sæti og fyrsta sæti neðri deildarinnar. Fer þetta allt eftir því hversu margir taka þátt.

Veit að margt þarna er óljóst en fer þetta líka bara svo mikið eftir þáttöku ykkar í mótinu. En ætla ég að taka það framm að verðlaunin verða 10.000 kr í minnsta lagi munum við ekki lækka þessa tölu en svo er spurning með að hækka hana eða jafnvel bæta við aukavinningum fer eftir sponsurum og þáttöku manna.

Getið þið nálgast okkur á #Deildin adminar þessa móts eru Doggy, dimians og trickz. Þið skráið ykkur hjá dimians og þurfið þið að taka fram Nafn á liði Membera listann og Steam ID segir hann ykkur þá reikningsnúmer og allt sem þið þurfið að vita til að borga þáttökugjaldið. Rennur skráning út 8. mars verður fólk að vera búnað borga þáttökugjaldið þá, og engin getur kvartað yfir 250 kr ef þið eigið þær ekki til farið þá bara með dósir.

Ef ykkur fynst eithvað óljóst um þetta endilega komið og talið við okkur á #Deildin.
ari…