Sælir.

Þessi grein er um endurgerð af einum besta 1. persónu skotleik allra tíma, Golden Eye á Nintendo 64.

Greinin er lauslega þýdd af Bit-tech.com

-

Það er kannski snemmt að segja en leikurinn lítur mjög vel út með næstum 3 borð tilbúin sem og 3 mismunandi persónur sem hægt er að spila.
Af borðunum þremur : Egyptian, Caves og Facility er það síðast nefnda það besta enn sem komið er.

Það hellast yfir þig minningar þegar þú hleypur í gegnum borðin þar sem hver krókur og kimi af upprunalegu útgáfunni á Nintendo 64 hefur verið glæsilega endurgerður á Source vélinni. Það er greinilegt að það er verið að leggja mikla vinnu í þetta.

Hér eru nokkrar myndir, samanburður á Nintendo 64 og Source :

Nintendo -> Source

Nintendo -> Source



Munurinn er mikill :)


Það eru nokkur mismunandi vopn í leiknum, þó að fleiri eiga eftir að bætast við, það eru enn engar handsprengjur né Magnum o.fl. en það er hnífur, Kosh PP7 byssan, KF7 Soviet, Zmg og haglabyssan. Einnig er ‘golden gun’ komin :)

Því miður er ekki mikill munur milli vopna í augnablikinu, þó að haglabyssan virki vel í návígi og PP7 virkar létt, þá þarf enn svolitla vinnu í það að gefa hverju vopni sinn sér ‘fíling’.
Golden gun er meira að segja ekkert svo sérstök enn - fyrir utan það að maður geti tekið hana upp bara til þess að monta sig :)

Screenie

Screenie


Persónurnar líta frábærlega út. Bond hreyfir sig viðeigandi glæsilega og hægt er að velja milli þriggja lita fyrir jakkafötin hans.
Ouromov er mjög óhugnanlegur og Oddjob er skemmtilega lítill, bústinn og ógnandi.

Screenie

Screenie



Allt lítur frekar vel út fyrir endurlífgun þessa frábæra leiks. REYNDAR verður að segja að til þessa þá virkar hann eiginlega bara eins og enn einn FPS leikurinn, hann skortir allan sjarmann og einkennin sem manni langar að fá úr gamla leiknum.
En til að vera sanngjarn, þá er þetta MOD nýkomið út, HUD-inn er ekki einu sinni komin í gagnið sem og crosshair-ið sem reyndar birtist bara þegar stillt var á ‘auto-aim’ í upprunalega leiknum, það verður forvitnilegt að sjá hvað þeir gera í því…


Eitt er víst að ég ætla að fylgjast með þessu modi, það verður skemmtilegt að sjá hvað verður úr þessu. Ég verð samt að efast um að þetta geti toppað upprunalega leikinn :)

Ég þakka fyrir mig,

kv. bluntman