Fór ég yfir þræðina á þessu ári og ákvað að setja hérna nokkur highlights.

Gollti tilkynnti 31.jan að hann væri hættur í CS, giska að það hafi ekki staðið lengi.

Oldies heimasíðan fór í loftið 8.feb.

Ice the movie var gefin út á Skjálfta 1 sem var í febrúar.

Ha$te.cs hættu 14.mar … varla í fyrsta skipti :P.

Ég tók við stjórn VON 21.mar eftir að Ares og Theion hurfu sporlaust.

23.mar tilkynntu Drake að þeir væru orðnir inactive, fóru margir að pæla í framtíð CS spilunar á íslandi eftir það.

MTA urðu 1.árs 10.apríl og að því tilefni opnuðu þeir heimasíðu sína og spiluðu afmælisleik við coL.

Svavar Corey tilkynnti 10.apríl að hann væri hættur í CS, aha…

Oldies og GGRN spiluðu 10vs10 16.apríl eftirminnilega.

Dozen hætti í cs 8.maí.

eCCo tilkynntu endurkomu 12.maí.

Ha$te.cs byrjuðu aftur 13.maí … hversu lengi ætli það hafi staðið?

Ninjas lögðu niður starfsemi 30.maí.

GOTN hættu 23.júní eftir talsverðan tíma.

Zombie og Blibb ákváðu að hætta í Drake 19.júlí og fara til erkióvinana ICEGaming … ride together, die together einmitt.

19.júlí tilkynntu diG að þeir væru búnir að busta af deaglunum og byrjaðir aftur.

14.september bættist ég við á lista admina á þessu áhugamáli.

30.september söng Gaui Intenz í Idol og stóð sig bara nokkuð vel drengurinn.

Ha$te.cs hættu enn og aftur 14.okt varla i síðasta skipti :P.

26.okt var CritiCal látinn fara úr SeveN og Gollti tekinn inn í staðinn… en ég helt að hann væri hættur? :S

1.6 deild x17 lagði upp laupana 1.nóv.

Ninjas ákváðu að busta rykið af músunum og byrjuðu aftur 3.nóv.

8.nóv tók AndriG til starfa á þessu áhugamáli.

23.nóv tilkynnti Crasher Gamers.2tm lanið fræga.

28.nóv hætti Spike í ICEGaming og fór yfir í SeveN.

Einnig 28.nóv hætti Fixer í MTA og fór yfir í diG.

16-18.des var Gamers.2tm lanið haldið.

30.des tikynntu Ha$te enn eina endurkomuna sína.

Þetta var svona sem stóð uppúr þetta árið, ég skrifaði bara um CS þar sem ég er ekki mikið inn í DOD, NS né HL2 deildinni en þeir sem eru meira inn í þeim deildum geta bætt bara inn. Þessi grein var skrifuð í algjöru flippi með léttu ívafi þannig ekki taka neinu af þessu ílla, allt meint í góðu.

Endilega bæti við þetta ef þið munið eftir einhverj sniðugu. Ég biðst forláts ef ég er með einhverjar vitlausar dagsetningar.

Eigið gott ár 2006.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius