Hér fyrir neðan getið þið lesið smá um hvað gerðist á bakvið tjöldin í mótinu Counter strike: Source 2005 Online, sem haldið var 23-26 júní 2005. Til að byrja með, þá tókst mótið aburðavel og vil ég koma þakkæti til þeirra sem að komu mótinu, þá bæði skipuleggjendum og keppendum.

Fyrir um mánuði síðan þá ræddum við Cecc saman og umræðuefnið var að halda mót í Counter Strike;Source. Fekar óljóst var hvernig mótið ætti að fara fram, því að hér á Íslandi hefur slíkt mót ekki verið haldið.

Brett var upp ermarnar og fyrir það fyrsta þá voru línurnar lagðar og var ákveðið að hafa þetta eina helgi, verðlaun var fengin hjá Task ( www.task.is ) og síðan talaði ég við Konna og hann var svo elskulegur að setja upp 4 servera í boði Skjálfta.

Nú var heimasíðan klár með allar upplýsingar um mótið og því næst var að auglýsa mótið. Ég setti inn tilkynningar á fjölmargar ircrásir, inn á Hugi.is, esports.is ofl. Til að byrja með þá leit þetta nú ekki vel út, en mótið var auglýst í rúmlega viku áður en það átti að hefjast og nú var ekki nema 2 dagar í síðasta skráningardag og engin lið búin að skrá sig og nú var minn maður að byrja örvænta hehehe.. Ég vissi um 3 lið sem ætluðu að skrá sig í mótið, þannig að ég hélt að um 4-5 lið myndu keppa.

Viti menn, það skráðu 10 lið sig í mótið og ákveðið var að hafa þetta 2 riðla. Ég fékk einn góðan vin minn í að setja upp riðla ofl. og var það enginn en annar Móði(Iceaxis) kóngur sem bjargaði mér í því, en þar sem ég var einn af keppendum mótsins, þá vildi ég fá hlutlausan aðila til að setja í riðlana. Mótið byrjaði fimt. 23 júní kl; 19;30 og það sem þetta mót er hugsað sem eðal mót í framtíðinni, þá voru stífar reglur settar og ef lið mættu meira en 10 mín of seint á serverinn, ekki allir leikmenn skráðir osfr. þá var forfitt. Fjölmargir CS;S spilara höfðu greinilega ekki tekið þátt í svona móti, en þá er ég að tala um 1,6 móti, því að þeir voru að óska eftir að mótið yrði seinkað um klst. breyta um spilara, breyta um mapp sem keppa ætti í, ofl. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hjá spilurum að breyta hinu og þessu, þá hófst mótið. Þó svo að 3 lið hafa ekki getað tekið þátt vegna þess að spilarar hjá þeim tóku upp á því að fara útá land, djamma ofl., þá voru engu að síður 7 lið með 55 spilurum innanborðs sem tóku þátt. Mótið tókst eins og áður hef sagt afburðarvel.

Í slagnum í undan- og úrslitunum fékk ég aftur vin minn hann Móða til að hjálpa mér en hann var admin í undan- og úrslitunum og stóð hann sig frábærlega vel. Hann hótaði meira að segja að taka 3 stig af liði mínu ef þeir notuðu ekki Teamsay og eftir það snarþögnuðu allir hehehe.. En þetta sýnir að hann var algjörlega hlutlaus í mótinu og fór eftir settum reglum. GJ Móði minn ;)

Í slagnum um toppsætin voru ekki lið að verra taginu en þau þekkja allir og voru það Evil og x17. Hart var barist og spilað var í 2 möppum. Fyrra mappið fór 15-15 eftir ótrúleg tilþrif hjá báðum liðum. Seinna mappið var æsispennandi leikur og eftir mikla baráttu þá náði x17 sigur að býtum.
Conqratz fellows

Úrslit urðu þannig:

1. sæti x 17

2. sæti Evil

3. sæti Cpl

4. sæti Fighters of Thule ( liðið mitt ;)

Heimasíða mótsins:
http://www.oldies.is/css2005/online.htm

Hægt er að sjá ummæli keppanda ofl. hér fyrir neðan:

http://www.hugi.is/hl/threads.php?page=view&contentId=22 70317

http://www.hugi.is/hl/threads.php?page=view&contentId=22 70363

Ef ég gleymi einhverjum(það er ekki viljandi gert), ef svo er þá biðst ég velvirðingar á því ;)

Og að lokum þá vil ég vil þakka þeim öllum sem komu að mótinu innilega fyrir og vonandi sjáumst við á næsta ári!

Mig langaði nú bara segja ykkur frá þessu og vonandi hafið þið haft gaman af mótinu.


GL & HF :)

[.Oldies.]Chef-Jack