Ég er alveg grænn í þessum Half life heimi en þó algerlega orðinn hooked á þessu öllu saman. Ég byrjaði á að spila orginal half life leikinn fyrir nokkrum árum en kláraði hann nú reyndar aldrei (festist einhversstaðar).
Svo byrjaði ég aftur fyrir 2-3 mánuðum síðan þegar nokkrir úr vinnuni hjá mér voru að spila CS á LANinu þar. Ég fór að rifja upp Half life leikinn sjálfann og komst töluvert lengra en fyrir nokkrum árum og samt í erfiðara mode-i (rosaleg afrek :).
Þannig að ég fór og keypti mér leikinn til að geta spilað hann á netinu, en ég hef aðallega verið að spila CS og ég get ekki rassgat ennþá. Það er fúlt en ég held að það sé útaf því að það eru alltaf einhverjir gaurar sem eru of góðir. Og það eru alltaf 2-6 svoleiðis gaurar á hverjum einasta server sem ég fer inná. Þannig að maður er alltaf bitaður niður eftir smá stund og nær ekki nema kannski 5 frags í leik á móti kannski 15 deeaths (fer eftir borðum).
En svo ákvað ég að prófa eitthvað annað og sá til dæmis pirates, vikings and eitthvað. Þvílíkt sökk, ég entist ekki í 5 mínútur.
Ég var líka búinn að heyra af DOD og var mjög spenntur fyrir honum þannig að þegar ég sá hann hérna á huga ákvað ég að downloada stykkinu og give it a go.
Þvílík snilld, þvílííik snilllld. Vá, ég elska þennan leik (kannski af því að ég get eitthvað í honum) aðallega samt af því að hann er miklu raunverulegri. Það er hægt að drepa menn með 1-2 skotum með flestum vopnunum. Og það eru greinilega fáir sem eru orðnir of góðir til að “skemma” fyrir óreyndari mönnum eins og mér.

niðurstaða:
Half Life Klassískur
Pirates,vikings ofl Ekki góður
CS Frábær
DOD Snilld

E.S. Eru einhverjir serverar þar sem menn á mínu róli eru að spila og engir snillingar eru að þvælast um og drepa alla strax í klessu?