“Næstum” í titlunum gefur til kynna að þeir eru ekki aalveg ókeypis, en ég ætla í 3 einföldum skrefum að útskýra fyrir ykkur hvernig þið getið fengið rúmlega 100 músaskauta.

Skref 1.
Látið móður ykkar eða föður, systur eða ömmu ef svo ber við fara út í búð og kaupa “Grillpoka” frá Heimilisbrauði. Þetta er parturinn sem er næst dýrastur í þessu öllusaman. Segið henni líka, ef þið eigið ekki nú þegar í eldhúsinu ykkar, að kaupa tonnatak / sambærilegt límingartæki.

Skref 2.
Klippið pokann niður í nokkrar ræmur til að auðvelda geymslu þeirra og klippið svo litla hringi úr ræmunum. Berið límið á miðann og setjið undir músina. VOLAH! Ekki flóknara en það.

Skref 3.
Sendið mömmu föður afa eða ömmu AFTUR út í búð til að kaupa svona poka því að samlokurnar sem koma úr þessu eru alveg helvíti góðar :)

Svo er bara að mæta með útúr músaskautaða mús á Skjálfta 2 | 2005 og eigna mótherjana.