Í þessari stuttu grein ætla ég að fjalla um notagildi custom minimappa og hversu frábær þau eru. Fyrir þá sem ekki vita (það eru alltaf einhverjir) þá getið þið ýtt á C og fengið minimap af öllu borðinu.

Hver kannast ekki við það að comminn öskrar “Cargo! Núna!” og þú getur bara ómögulega munað hvar cargo er í einmitt þessu mappi og þú neyðist þess vegna til þess að biðja um waypoint og ert samstundis stimplaður “vanhæfur” af commanum? Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar, s. s. þú færð engar byssur, þér er ekki treyst fyrir HA eða JP og/eða þú ert sendur í sjálfsmorðsleiðangur til að villa um fyrir óvininum meðan restin af liðinu skemmtir sér við að tæta sig í gegnum hive og gorges. ATH: Þessi efnisgrein er gríðarlega ýkt. Við NSarar erum yfirleitt mjög umburðarlyndir. :)

Þótt ég hafi aldrei lent í svona miklum hrakningum sjálfur þá kemur það oft fyrir að ég er beðinn um að fara eitthvert sem ég veit ekkert hvar er. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir og svona lagað kemur fyrir besta fólk. En það er auðveldlega hægt að koma í veg fyrir svona vesen:

BEHOLD!

Hversu magnað er þetta? Það er ekki séns að maður villist eða rati ekki með svona minimap. Ég legg til að sem flestir fái sér svona minimap, svona til að gera lífið og tilveruna auðveldari fyrir commann. Þið getið ímyndað ykkur hvernig það er að segja einhverjum að fara eitthvert og svo giskar hann bara í hvaða átt hann á að fara.

Fyrir utan þetta hefðbundna minimap er líka til gegnsægt minimap sem hefur sína kosti og galla. Persónulega kann ég betur við þetta venjulega.

Svo er bara um að gera að fara eftir skipunum og kannski tekst þér að bjarga deginum. :)
You should encounter little organized resistance because the Pfhor are preoccupied.