Cs:s VS cs 1.6 Það hefur nú ekki farið framhjá fólki að móttökur cs:s hér á landi hafa ekki verið það góðar hjá mörgum. Annað hvort hatar fólk hann gjörsamlega útaf lífinu eða það vill ekki gera neitt annað en að spila hann frá morgni til kvölds. Sumir telja að cs 1.6 mun bara smátt og smátt hverfa og fólk mun bara snúa sér að einhverju öðru. Aðrir telja cs:s er kominn til að vera og fólk þarf bara að sætta sig við það nýja. Ég er búinn að spila Cs:s frá því hann kom út, og ég er strax farinn að fá leið á honum. Ég gleymi aldrei þegar ég prófaði Counter strike 1.5 í fyrsta skipti, ég gleymi aldrei hvað ég gat bara ekki hætt, allavega átti ég erfitt með að hætta. Tilfinningin sem maður fékk þegar maður skaut óvininn í hausinn og sá blóðið skjótast í allar áttir og á vegginn fyrir aftan á vegginn. Ég hafði aldrei haft svona gaman að spila neinn leik eins og 1.5, eins og einn notandi hérna á huga sagði, maður fer gjörsamlega í vímu þegar maður heddar einhvern í hausinn fyrir aftan kassa. En þann dag 3 árum eftir að ég prófaði 1.5 í fyrsta skipti er ég ennþá fyrir framan skjáinn að spila 1.6 einfaldlega útaf því að þetta er hinn mesta skemmtun. Hver þekkir það ekki að koma heim frá leiðinlegum skóladegi eða vinnudegi og setjast fyrir framan tölvuna og skjóta einhvern í hausinn með deagle. Tilfinningin er ólýsanleg, maður gleymir gjörsamlega öllu öðru sem er að gerast í kringum mann. En þegar ég sest fyrir framan tölvuna í cs:s þá finn ég hvorki fyrir neinni skemmtun né útrásar tilfinningu, ég er strax kominn með leið á honum eftir nokkra mánuða spilun. Það er náttúrulega ekki sanngjarnt fyrir þann sem er með 80.000 kr tölvu að keppa við einhvern í cs:s sem er með 200.000 kr tölvu, en í 1.6 þá skiptir það engu máli því að hann spilast jafnvel í öllum tölvum. Ég er ekki að segja að cs:s sé lélegur, nei nei langt því frá, hann er ótrúlega flottur, en hann er með alltof hátt system requirements til þess að vera sanngjarn multiplayer leikur. Þess vegna segi ég að 1.6 muni líta dagsins ljós í mörg ár í viðbót. Lifi 1.6