Jæja þá er loksins kominn út Natural Selection v3.0 og þar sem OBhave virðist vera fjarverandi þá ætla ég að taka það að mér að skrifa eitthvað um þetta.

Það er hægt að downloada útgáfunni héðan af huga: http://static.hugi.is/games/hl/mod_clients/ns/ns_install_v3.exe
og spila á íslenska servernum: 194.105.226.116:27015

Það eru mjög mikklar breytingar frá því í betunni, og að mínu mati mjög góðar breytingar, þær helstu eru t.d. að

*Aliens hafa núna regeneration, 2% á sekúndu sem mun alltaf heal-a allavega 1 í líf eða armor og bætist við healing frá Defense Chambers eða Hives, en bætist ekki við Regeneration.
*Alien uppgrades kosta ekki lengur resources.
*Það kostar ekkert að breytast í skulk.
*Turrets og Offense Chambers ráðast frekar á players en byggingar.
*Marines nálægt Sensory Chambers sjást í Hive Sight eins og þeir séu parasited.
*Mikklar breytingar hafa verið gerðar á cloaking, maður un-cloakast ekki við að hlaupa (þó að það sjáist í mann).
*Aliens sjá marines með “vasaljósinu”.
*Knife knockback hefur verið fjarlægt.
*2 ný möpp: co_niveus og ns_eon
*Mjög mikklar breytingar á gömlu möppunum.

Hér er svo full changelog: http://www.unknownworlds.com/ns/v30-changelog.html

Svo má bæta því við að það hefur verið gerður nýr trailer: http://www.unknownworlds.com/ns/view?action=trailer

Og þá er það bara að skella sér í Ns!