Nú hefur verið sett á fót ákveðin kortagerðakeppni í Unreal þar sem keppendur mega bara nota fimm kassa til þess að gera kortin. Engilsaxneska nafnið er víst 5Cubes. Til gamans má geta að allir helstu Unreal kortagerðamennirnir taka þátt í þessu. Má þar nefna
Epic Lead Designer Cliff Bleszinski, Legend's Scott Dalton, Epic's Warren Marshall og full af öðrum topp levelmakerum. Sem sagt, samkeppnin verður geysilega hörð.

Til þess að fá að sjá screenshots og eitthvað fleira endilega skella sér hingað: http://www.planetunreal.com/teamvortex/5cubes/

Takmark keppenda eru að búa til spilanleg en jafnfram áhugverð borð úr einungis fimm kubbum.

Spurning hvort að verðlaunaborðin séu eitthvað sem fólk á eftir að spila grimmt á netinu. Ég get nú ekki sagt annað að maður sé soldið spenntur. Svo mæli ég eindregið með að íslenskir kortagerðamenn taki þátt í þessu líka. Til þess að sýna hversu megnug við erum.
[------------------------------------]