Komið þið sæl.

Ég veit að ZiRiuS skrifaði svipaða grein, en mér fannst mikil þörf að taka þetta SKÝRT fram.

Þegar þið komið til admins með spurningu/ábendingu er ekki sniðugt á að byrja samtalið á “here?”, “there?” o.s.frv. og bíða svo þangað til admininn svarar. Héðan í frá hunsa ég svoleiðis fólk og mæli með að aðrir adminar geri það líka.

Best er að koma bara strax með spurninguna/ábendinguna án einhverra frekari málalenginga.

SLÆMT: (takið eftir tímanum)

[21:49:14] <Skuggabaldur> here?
[22:17:29] <Admin> já
[22:17:29] *** Skuggabaldur No such user

GOTT: (takið eftir tímanum)

[21:49:14] <Skuggabaldur> sæll, það er hacker á Simnet D og nick hans er Twisturinn og SteamID hans er STEAM_0:1337
[22:17:29] <Admin> ok takk, ég kíki á það

ATH! Til að sjá SteamID hjá einhverjum er nóg að skrifa “status” í console (án gæsalappanna)

Þó þið gefið okkur SteamID og náunginn sé farinn, þýðir ekki að við munum banna hann. Við þurfum sannanir sem við getum byggt bannið á (demo, video, o.s.frv.) og í demoinu/videoinu verður að koma fram STEAMID! SteamID sem þið gefið okkur upp er einungis til að bera saman við náungan á servernum.

Takk fyrir mig.
Gaui