Ég vill byrja á því að taka það skýrt fram að þetta eru einungis ábendingar og skoðanir sem ég tek ábyrgð á en ekki RCON samstarfsmenn.

Það sem ég ætla að reyna að benda á í þessari grein er hvernig auðvelda skal til muna samskipti admins og hins venjulega spilara í cs.

Lykilatriði eru að vera kurteis og ekki byrja messages á “SVINDLARI Á SIMNET D !!!!!!!!”%#%#%“#$”$#%$&$&%/&(/%“ því það eina sem þetta gerir er að admininn verður pirraður og neyti og/eða hunsi þig bara.

Það sem þú getur hugsanlega sagt væri t.d. ”Daginn, hérna ég vill bara benda á það að það sé svindlari á simnet d."

Þá kemur líklegast admininn með það svar að þú eigir að taka demo og senda það hingað.

Nú ef þú getur ekki tekið upp demo þá útskýriru þá ástæðu fyrir admin og hann reddar þessu einhvern meginn með að fara inn á server og recorda sjálfur eða hvað sem hann gerir.

Allavega að muna það að kurteisi kostar ekkert og að vera með skítköst og leiðindi lagar ekkert.

Til að einfalda vinnu fyrir admin er best að sleppa því algjörlega að gera pósta á counter-strike korkinn því honum mun líklegast vera eytt. Aftur á móti ef þig vantar aðstoð er hægt að fara á #Counter-Strike.is og #cs-rcon og spurja þar. Alls ekki byrja á því að joina og segja “EINHVER RCON VIÐ??????” heldur byrjið á því að nefna vandamálið og þá mun líklegast admin hafa samband við ÞIG.

En eins og ég segi þá kostar kurteisi ekkert og ég vona að þessi grein geti haft áhrif á ykkur.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius