Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hönnuða Counter-Strike (www.counter-strike.net) frestast útgáfa á betu 7 fram í næstu viku. Ekki er gefin nánari útskýring á því nema að menn séu að vinna hörðum höndum að því að ljúka henni sem fyrst.
Lét Goosman (einn af hönnuðum CS) nýja server hliðs uppfærslu þar sem villa við Restart Round er löguð. Leiðinleg villa sem gat valdið misskilningi og leiðindum í clanmötchum.

Spurningin er hins vegar sú hvort það verði ekki of stutt í mót þegar uppfærslan kemur út. Keppendur hljóta að þurfa einhvern aðlögunartíma áður en menn fara út í það að keppa á nýjum borðum eða venjast nýjum stillingum (hverjar sem þær nú verða).

Tilhlökkunin fyrir mót er greinileg meðal þáttakenda og mæli ég endregið með því að mótshaldarar gefi það sem fyrst út í hvorri útgáfu það verði keppt í og hvaða möpp verði. Það er nákvæmlega vika í mót og menn gætu þurft að stilla saman strengi sína.
Þrátt fyrir það hafa mótshaldarar og allir þeir sem hafa tengst uppsetningu og skipulagningu gert þetta allt fyrir okkur og eiga þeir þakkir skilið fyrir ómælda vinnu og eljusemi.
Dreitill Dropason esq.