Ja hérna.
Samkvæmt halflifesource.com, er alls ekki öruggt að HL2 komi út í bráð, nýjustu fréttir (ekki alveg 100% öruggar) herma að deilur milli Vivendi (útgefanda HL2) og Valve (framleiðanda HL2), vegna meintra brota á dreifingaréttarsamningi milli fyrirtækjanna, muni koma í veg fyrir að HL2 komi út fyrr en jafnvel eftir jól.
Samkvæmt fréttinni er Valve í málaferlum við Vivendi vegna þess að þeir síðarnefndu dreifðu leikjum frá Valve á netkaffihús, án leyfis Valve og jafnframt án þess að borga þeim höfundarrétt sem þeir áttu rétt á.
Vivendi hefur höfðað mál til baka á hendur Valve vegna, þar sem þeir vilja meina að Valve séu að reyna að markaðssetja vöru (HL2), án aðildar dreifingaraðilans og þar með í raun keppa við Vivendi um tekjur af sölu leiksins. Þarna er auðvitað verið að tala um tekjurnar sem Valve mun fá með beinni sölu á HL2 í gegnum “Steam” og hafa nú þegar hafið preload á.
Fyrir þá sem velta fyrir sér hvort leikurinn muni verða gefinn út á Steam áður en hann verður gefinn út í búðum, vildi Doug Lombardi yfirmaður markaðsdeildar Valve ekki segja annað en að leikurinn kæmi út á sama tíma á Steam og hann kemur út í búðum.
(Tekið af www.halflifesource.com)
Stóra spurningin fyrir okkur sem höfum eytt peningum okkar í að “pre” dla HL2 hlýtur að vera hvort hann komi ekki örugglega út á Steam, ég persónulega held að ég sé búinn að dla meira en einu Gb af utanlands dli, til að fá leikinn þannig að fyrir mig verð ég að segja að það yrðu helvíti mikil vonbrigði að geta ekki fengið hann í gegnum Steam.
Einnig hljóta þessi málaferli að vera mikil vonbrigði þar sem spenntir HL aðdáendur gætu lent í því að þurfa að bíða í allt að 6 mánuði, en samkvæmt samningi milli Vivendi og Valve er það tíminn sem Vivendi getur tafið leikinn áður en þeir fara að fórna eigin tekjum af útgáfu hans.

Leitt að hafa ekki betri fréttir, verkfallskveðja
AngelicX