Í loftið með eSports.is Íslensk fréttasíða fyrir netleiki er komin í loftið.
Við stefnum að því að fjalla um alla þá leiki sem áhugi er fyrir á Íslandi.
Áherslan verður á Ísland og verða fréttir á síðunni á íslensku, við ætlum þó alls ekki að gleyma hinum stóra heimi og reyna að uppfæra fréttir af helstu liðum úti, eins kostur er.

Við viljum benda fólki, sem hefur spurningar að koma á #esports.is á ircinu og tala við okkur.
Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega að msga einhverja af þeim sem vinna í þessari síðu sem eru nefndir undir “Um eSports.is”

Síðan er í þróun og við erum móttækilegir fyrir öllum hugmyndum. Ef einhver hefur áhuga á að skrifa fyrir t.d. Warcraft eða aðra Blizzard leiki þá er um að gera að tala við okkur.

Við viljum endilega fá fréttir af samfélaginu, sem við getum þá sett inn tilkynningar eins og tilefni er til.

Að lokum viljum við taka fram að við erum ekki í samkeppni við Huga eða neinn annan ef því er að skipta þetta er viðbót í samfélagið sem verður vonandi til þess að styrkja það.

Einnig erum við með forums þar sem þið getið komið á framfæri spurningum og því sem ykkur finnst vanta á síðuna, endilega verið í góðu sambandi við okkur svo við getum gert gott fyrir ykkur, þar sem við viljum gera sem mest fyrir ykkur. Svo ef það eru einhverjar fréttir sem þið lumið á er hægt að tala við einhvern af adminum og segja þeim allt að létta.

Fyrst um sinn verður ekki hægt að commenta á greinar nema á Forums.
Skemmtið ykkur vel !