Nú er fyrirkomulag annars tímabils ICSN deildarinnar farið að skýrast. Ákveðið hefur verið að hafa “pre-season” leiki fyrir öll nýju liðin sem verða tveir, og munu hefjast fimmtudaginn 27. næstkomandi. Úrslit þessara tveggja leikja munu ekki gilda á tímabilinu, þetta er aðeins til að tryggja að ný lið mæti í sína leiki. Ef að eitthvert klan skrópar í annan hvorn af þessum leikjum þá þýðir það að það klan verður ekki með í deildinni.

Vegna fjölda klana verður þetta tímabil tvískipt í efri og neðir deild. Gert er ráð fyrir að tólf klön verði í hvorri deild og munu klön síðan færast upp og niður á milli tímabila.

Leikir verða spilaðir 5vs5. Ekki verða gerðar undantekningar frá þessari reglu og ef lið er ekki mætt með 5 leikmenn á tilsettum tíma þá tapa þeir leiknum. Ekki er leyfilegt að spila með færri leikmenn en 5.

Þetta eru helstu breytingar sem verða á deildinni, en deildin sjálf mun hefjast fimmtudaginn 4. maí ef allt gengur eftir.

Nánari upplýsingar og yfirlit yfir “pre-season” leikina munu koma á næstu dögum.

[.Hate.]Memnoch
ICSN admin