Að minnsta kosti 4 íslensk clön hafa í gegnum tíðina spilað í OGL deildinni eða í “ladderum” á hennar vegum: [gRiD], [VIT] og [EN] í TFC og [.Hate.] í CS. Ég er örugglega að gleyma einhverjum, en þetta eru þau sem ég þekki til.

Nýverið uppfærði OGL allan hugbúnað sem þeir nota til að halda utan um deildina og við það varð til möguleikinn á að hafa OGL deildir í öðrum tímabeltum. Þar með urðu í fyrsta skipti forsendur fyrir því að hafa evrópska OGL “laddera”.

Að mínu viti eru þetta góðar fréttir vegna þess að fyrirkomulagið á OGL er sniðugt og mikið fjör að taka þátt. Nú þegar er búið að útbúa nokkra CS “laddera” (sjá http://www.worldogl.com/modpanel.php?modid=1) og ég hef verið í sambandi við Alric hjá OGL til að kanna möguleika á að opna evrópska TFC “laddera”.

Vonandi er því stutt í að íslensk clön - bæði TFC og CS - verði farin að keppa á evrópskum OGL “ladderum”.

| F | Anakrinon
http://www.fortress.is/fortis