Hefur þú ætlað að horfa á fótboltaleik en ekki getað það því þú gast ekki tengst rásinni, þulurinn lísti leiknum 30sek - 2 minutum á eftir. Hægu endursýningarnar sem áttu að gera allt svo cool gerðu ekkert nema stoppa og sleppa öllu sem gerðist…

Ég fór ekki á síðasta skjálfta.. ellin sko ellin.. og þessir helvítis heilu veggir :) en ég var samt búinn að koma mér í góða stöðu til að specca leikina sem fóru framm á þessu móti. Sú skemmtun sem ég hafði búist við varð fljótt að brjálæði og reiði því greinilega var HLTVið keyrt á 56kb módemi eða einhverju álíka ásamt því að vera stillt af vanvita því það var hrein hörmung.

Eins og flestir vita er skjálfti styrktur af Símanum HF. stæðstu internetveitu landsinns. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að bjóða betra HLTV frá þessu móti? Síðasti skjálfti var til skammar varðandi HLTVið.

Var það vegna lélegrar tengingar út úr húsinu eða var enginn metnaður settur í að bjóða upp á alminnilegt HLTV?

Nú þegar líður að skjálfta langar mig að koma með nokkrar ábendingar til stjórnenda og netstjóra skjálftans.


Tek nokkur dæmi hérna.

1. Workloadlimit exeded. Þetta fékk maður oft í andlitið þegar maður reyndi að tengjast. Góð leið til að losna við þetta er eftir minni bestu vitund : “maxpacketloss 1.0” og stærri tenging út úr húsinu.

2. Slomotion…

Ekkert EKKERT er meira pirrandi en þegar einhver drepur 4 á 2 sek. og þú sérð ekkert af því vegna þess að HLTV ætlar að setja það í slowmotion en stoppar og sleppir svo bara að sína það.

Endilega hafa þessa skipun í HLTV confignum “slowmotion 0.0 0” til að lostna við þetta slowmotion crap.

3. Delay.

Það var frábært framtak sem nokkrir heiðursmenn tóku sig til og gerðu á síðasta skjálfta.. útvarp Nýmóðins. Ég held að þetta hafi verið gert í samstarfi við skjálfta admina.. AFHVERJU var ekki hægt að setja meira delay á HLTV serverana svo maður gæti nú syncað þetta saman??? ég veit reyndar ekki hvað hámarks delayið er mikið en það tengist eitthvað buffersize-inu

4. hvað sem er að þá á að sína úrslitaleikinn.. komm on.

Mesti fjöldinn á einum leik var held ég frá 500 - 600 ekkert öruggartölur hér á ferðinni.. en samkvæmt þessum tölum þá ætti 10 mbps tenging út úr húsi að duga.. ég veit ekki hvernig tenging var síðast en endilega gerið eitthvað til að gera ánægjuna skemmtilegri á þessum skjálfta.

- ISDN 64 Kbps : 2 spectators
- DSL 128 Kbps (upstream) : 5 spectators
- T1 1.5 Mbps : 75 spectators
- LAN 10 Mbps : 500 spectators
- T3 75 Mbps : 4000 spectators

Veit ekki hvort einhver admin hefur gott af þessu forriti en þetta er Broadcast TV Manager
http://nexen.enix.org/extranet/index.php?page= pages/pages.php&id=24

Takk fyrir lesturinn.
eythor hja nerdshack.com