Í dag var tilkynnt að íslenska TFC clanið Fortis (http://www.fortress.is/fortis) væru sigurvegarar division III í bresku TFC deildinni UKTFCL (http://uktfcl.far2cool.com). Tímabilið sem nú var að ljúka er það sjötta í sögu UKTFCL deildarinnar, en hún er eina af virtari TFC deildum Evrópu.

Fortis vann sinn riðil án þess að tapa einum einasta leik og gerði aðeins eitt jafntefli. Fyrir vikið verðum við fluttir upp í div. I þegar næsta tímabil hefst í byrjun maí. Það ætti að verða meiri áskorun fyrir hópinn sem hefur styrkst mikið síðan hann var settur á laggirnar í nóvember sl.