Smá Upplýsingar um Half-Life 2 Ég ætla að skrifa hérna smá review um Half-Life 2 ég tek það samt fram að ég er mjööööög mikið fyrir innsláttarvillur og geri mikið af þeim.

Leikurinn:
HL2 mun eins og flestir vita spilast í borginni City 17 sem er staðsett einhverstaðar í Evrópu og gerist leikurinn nokkrum árum á eftir fyrri leiknum. Þú spilar sem Gordon Freeman í þessum leik líka og þú munnt ekkert vita hvar þú ert eða hvaða ár er eða hvað hefur gerst á þessum árum á milli leikjana en þú munnt komast að því þegar þú kemst lengra í leiknum. Eru nokkrar nýjar persónur í þessum leik þar á meðal Alyx Vance sem er dóttir vísindamannsins Eli Vance sem vann í Black Mesa. Einnig er góðkunni lögreglumaðurinn Barney Calhoun í þessum leik og munnt fá mikkla hjálp frá þessum persónum ásamt Eli Vance og Dr. Kleiner. Einnig er ný persóna í þessum leik og er það Father Gregory sem er persóna sem er ekki vitað mjög mikið um nema að hann er dáltið brjálaður og hann hefur sett gildrur útum allt fyrir spilaran til að nota. Hin dularfulli maður G-Man mun koma í þessum leik og eru orðrómar um að hann mun einvhernvegin svíkja þig í honum þótt það sé ekki staðfest.

Grafíkin:
Grafíkin í þessum leik er hreint allveg ótrúleg enda er búið að taka u.þ.b. 6 ár að gera þenna leik. Mesta byltingin er þó það hversu lélega tölvu þú þarft fyrir þennan leik. Minimum er 700 mhz 32 mb directX6 skjákort og 128 mb vinnlsuminni. Recommended er 2 ghz örgjörfi 512 mb vinnsluminni og 128 mb DirextX 9.0b skjákort.
Umhverfið í þessum leik er hreint ótrúlegt, enda geturu gert næstumþví allt. Þú getur notað manipulatorinn til að taka upp hluti og kastað þeim einhvert þú getur einnig farið í ótrúlegustu faratæki. Allir hlutir sem þú sértð eru látnit líta út eins og í alvörunni, brotna eins og í alvörinni og hljóma eins og í alvörunni.
Persónurnar eru allveg ótrúlega vel gerðar og í antlitunum á persónunum eru allveg jafn margir vöðvar og eru í mannsandliti enda geta persónurnar sýnt ýmis svipbrigði. Byssurnar eru mjög vel gerðar og er hægt að segja að DirectX9 sjáist allstaðar á öllum hlutum. Byssurnar Manipulator og Gravity Gun, eins og nafnið á þeim gefur til kynna þá eru þær notaðar til að lyfta hlutum og voru settar inní leikin af tveim ástæðum, þær eru notaðar til að sýna pysics í leiknum og til að sýna spilaranum hvað hægt er að gera með hina ýmsu hluti.

Óvinir:
Þú mætir 2 gerðum af óvinum í þessum leik allavega hef ég bara lesið um 2. Og eru það hermenn eða “Combine” eins og þeir heita í þessum leik og Geimverur frá plánetunni Xen. En þú munnt komast að því að ekki allar geimverur eru vondar og muntu spila við hlið nokkura. AIið í þessum leik er mjög flott og geta óvinirnir gert allt sem þú getur gert. Þeir geta skýlt sér bakvið eitthvað þegar þú skýtur á þá og þeir stökkva í næsta vopnaða faratæki ef það er tiltækt. Flestar geimverurnar í þessum leik eru líka í hinum þótt það vanti nokkrak í þennan og nokkrar bætist við. Samt eru þó alltaf hin kassísku Headcrab og Zombiar.

Útgáfudagur:
Útgáfudagurinn er í sumar eða haust. Það er það sem valve sagði allavega. Einnig er búið að staðfesta Half-Life 3 og er er einnig byrjað að bua til aukapakka fyrir þennan leik. Einnig verður gerður Counter-Strike 2 og sennilega Team Fortress 2. Komið er video af CSS eða Counter-Strike Source hér á huga.

Þetta var greinin mín um Half-Life 2 og endilega leiðréttið mig ef það er eitthvað vitlaust í henni.