Radio Nýmóðins mun sjá um útvarpssendingu á Skjálfta|2 2002. Útvarpinu er warpað frá HK húsinu þar sem Skjálfti fer fram.

Hvað er Nýmóðins?
Nýmóðins þýðir \“eitthvað nýtt\”. Það sem Nýmóðins er að gera hefur ekki tíðkast hér á landi. Nýmóðins sendir út frá stúdíói sem er sett upp fyrir Skjálfta og sendum við beint frá Skjálfta. Nýmóðins lýsir frá nánast öllum stórum viðburðum sem eru að gerast í kringum leikjadeild Símans.

Hvað er gaman að hlusta á Nýmóðins?
Nýmóðins er svo miklu meira en öll þau viðtöl sem við erum með. Nýmóðins verður með nýtt á Skjálfta|2 spurningarkeppni ásamt því verður dregið út heppið lið sem er staðsett á Skjálfta og vinnur það lið inn veglega vinninga ef allt liðið er að hlusta. Svo það er til mikils að vinna við það að hlusta á Nýmóðins.

Hverja fáiði í viðtal?
Við fáum rosalega mikið af fólki í viðtal síðan er líka aldrei að vita hvort stjörnur af eldri kantinum kíki til okkar.

Hverjir eru með þetta?
Á næsta Skjálfta mun Radio Nýmóðins senda 4 einstaklinga sem er vel að sér í samfélaginu til að sjá um útsendingu þeir eru eftirfarandi.

[GGRN]Folter*
[GGRN]Cro-magnon***
[GGRN]thrstn*
[.Love.]Garfield

Jafnframt verður live dj upp í stúdíó og mun hann þeyta skífum í samráði við félaga sína.

Margir gestir eiga eftir að stjórna eigin þáttum og erum við að fara upplifa Skjálfta eins og við höfum aldrei gert það fyrr. Skemmtun alla leiðina í gegn sem minnst af tónlist og sem mest af spjalli og viðtölum.


[GGRN]Folter*