Jæja þá ætla ég að miðla smá reynslu af minni hendi og vona ég að þið hafið gott af eða skemmtið ykkur við lesturinn.

Ertu fastur á einhverjum punkti í cs og verður ekki betri? Ertu fastur í þeirri kreppu að keppa endalaust? Ertu óstöðugur spilari? Finnst þér skottaktíkin þín vera röng?… Ef svo er þá held ég geti hjálpað þér vinur minn.

Fyrsta lagi, ef þú ert óstöðugur spilari ert slappur í mörgum skrimmum eða einu og einu inn á milli og svo á hjólaskautum í öðrum. Ef svo er þá mæli ég með því að þú takir því rólega og sleppir því að spila svona mikið því að oft ef að þú spilar endalaust ert að reyna að verða “CPL PRO” og heldur að það náist með því að halda áfram á þessari braut þá er það rangt…


Til að verða stöðugur spilari þá þarftu í fyrsta lagi að læra undirstöðuatriðin… Það gengur ekki að rjúka áfram hærra og hærra lengra og lengra á miðinu einu saman til að vera stöðugur spilari þá þarftu að kunna grunninn, þetta er eins og með skólann til að geta tekið flóknari fög þá þarftu að vera búin að ná undirstöðuatriðunum mjög vel ekki bara til að skilja þetta flóknara heldur til að getað fengið meira útúr minna því betur sem þú kannt undirstöðurnar því öruggari ertu með sjálfan þig og ert ekki að klikka á einhverri vitleysu sem þú veist að þú átt ekki að gera.

Ef þér finnst þetta vera rétt þá mæli ég með því að þú spilir með aðeins slappari gaurum og lærir af því hvernig þeir spila… Já það er hægt að læra af spilurum sem eru slappari en maður sjálfur eins og að barn segir oft mjög sniðuga hluti sem að fullorðnum dettur ekki í hug því að hugur þeirra er ekki farinn á eina sérstaka braut. Sjáðu hvernig þeir spila sjáðu þeir sem eru með undirstöðurnar betur lærðar þeir kíkja í öll horn þeir vissa sjálfan sig um að allt sé autt áður en þeir hlaupa áfram í rauðan dauðan.


Ef þú ert fastur í þeirri kreppu að skrimma endalaust og verður ei betri þá mæli ég með því að þú takir því rólegra spilir aðeins minna og gerir aðeins fleiri hluti í real-life. Til að vera öruggur með sjálfan sig í cs þá þarf maður einnig að vera sáttur við sjálfan sig það gengur ekki að ganga með persónuleg vandamál inní skrim því þá ertu oft að hugsa um þau á fullu og ef ekki þá eru þau samt þarna í undirmeðvitundinni alveg sama hvað þú fullvissar sjálfan þig um. Taktu á lífinu vertu sáttari við sjálfan þig og með því þá muntu ganga lengra á framabraut alveg sama hvað þú tekur þér fyrir.

Hinsvegar spila sumir of lítið þótt ég segi ykkur / þér að taka þessu rólega þá þýðir það ekki að spila bara annan hvern dag það er öruggast að taka allavega eitt spil á degi og reyna að standa sig eins vel og maður hugsanlega getur því maður lærir best af mistökum. Taktu demo af spilun þinni skoðaðu það eftir hvert skrim reyndu að gagnrýna sjálfan þig kannski skrifa það niður og bæta það hafa það í huga í næsta spili, alls ekki gleyma því , annars mun líklega taka lengri tíma að læra af þessum mistökum.



Bíðum nú við er register að stríða þér í cs ?.. ef svo er ekki hugsa útí það reyndu að sleppa því að vera að svekkja sjálfan þig á því, þá muntu verða sáttari við vélina sem þú ert á. Þótt þú sért með 20 fps eða 100 þá tekur bara meiri tíma að venja sig á 20fps en málið er að tölvan er ekki að spila , ÞÚ ert að spila á tölvunni ÞÚ stjórnar manninum í cs og velur hvert hann fer enginn annar hvorki foreldrar þínir né tölvan.

Hittni er mikilvægur hlutur í cs en einnig er mikilvægt að ná góðu game flowi með meðspilurum þínum án þess þá mun liðið aldrei verða eitt af þeim bestu þótt þú sért með bestu spilara í heimi þá skiptir game flow gífurlegu máli alveg sama hvað, þótt þú sért í minna reyndu liði eða meir þá skiptir það máli í sambandi við að ná að vinna lið sem eru með gott flow eða persónulega bara betri en þið, þú stendur ekki í gaurum með gott flow nema að þitt lið hafið gott flow til að ná þeim niður. Ef þér finnst eins og að oft þegar þú miðar á gaura þá fari skotið aðeins of mikið til vinstri , hægri , upp eða niður. Jæja ef það fer aðeins of mikið til vinstri eða hægri prufaðu þá að hækka / minnka sensið um 0.1 fer eftir því hvort þú sért örvhentur og hvor áttina það fer í, þú ættir að sjá þetta persónulega. Ef að miðið fer aðeins of hátt eða of lágt hafðu þá miðið lægra / hærra þegar þú ert að taka stöðuna eða hlaupa um. Málið er að sensið þitt á ekki að vera þægilegt eða getað fara í 180 á millisekúndu það sem skiptir máli er að augun og músarhendin nái að synca sensið sem þú ert með ekkert annað.

Þá er það að móral , ég persónulega var alger þurs í yfir ár eftir að ég var í vissu klani og er enn þann dag í dag að borga fyrir mistök mín gagnvart hegðun minni við fólk því að ég lét eins og 10 ára krakki lét allt særa mig og reif kjaft við hið minnsta , veistu þú þarft ekki að vera með kjaft, vertu góður strákur ekki vera með diss þótt einhver segi í say í skrimmi óvart eða ekki “heppni noob” ekki vera þá að spamma ? í say gerðu bara broskall eða eitthvað álíka því að því minna sem þú tekur þetta inná þig því betra því að þessi hin sami maður sem þú ert kannski að fara rífast við er kannski ástæðan fyrir að þú komist ekki í eitthvað klan seinna með sumir muna hlutina mjög vel J Já og muna þetta á við líka um irc J

Jæja takk fyrir mig og vona að þetta hafi ekki verið of grunnt farið í hlutina hafið gaman af og lifið góðu lífi.

Kv. OmegaDeus