Ég fékk smá hugdettu…


Hefur fólk áhuga á að setja eitthvað “ráð” á stað í menningunni.
Mundi þá ganga þannig fyrir sig að allir leaderar í klönum landsins
gætu sótt um, mundum skella upp heimasíðu og irkrás fyrir viðkomandi menn, auðvelda þannig aðgang klana sín á milli uppá að hafa samband við hvor aðra. Mundum skella inn öllum irkrásum á lista á heimasíðunni hjá þeim leaderum sem tækju þátt.

Mundum einnig fá andlit á hóp þeirra manna sem hafa hvað mest að
segja um breytingar og hvað þeirra klansmenn vilja fá í gegn í
counterstrike hér á landi, sambandi við net deildir, lön og allt
annað sem kæmi upp á.

Held þetta mundi þá koma nýrri klönunum meira “inn” í hópinn og
jafnvel laga móralinn eitthvað sem er í mönnum nú til dags þar
sem viðkomandi leaderar vilja að sínir menn séu sér ekki til skammar.

Ef fólk hefði þá eitthvað að segja um klanmembera hjá viðkomandi klani sambandi við hegðun eða slíkt væri fljótt hægt að skella því upp á forum hjá þessum hópi og fá það í lag.



Mundum þá limita aðsókn með einhverjum hætti sambandi við umsókn.
Liðið mundi verða að hafa minnst 5 manns, að það hafi lifað
í mánuð eða annað slíkt.


(Væri þá jafnvel hægt að koma upp annari net deild kringum þetta)


Þá væri einnig léttara fyrir þá sem vilja eitthvað gera fyrir menninguna að fá hjálp við slíkt frá þeim mönnum sem láta slíkt skipta sig máli.




Sé fyrir mér erfiðleika að koma þessu á stað en ef áhuginn er fyrir hendi
ætti þetta ekki að vera mikið mál…

Comments ?
Ebeneser