Þessi grein er ætluð sem einhvers konar nýgræðingaleiðbeiningar. Að langmestu leyti byggð á minni eigin reynslu.

Greinin er stútfull af innihaldslausum alhæfingum um hvað er best/algengast og svo framvegis. Þið getið tekið því öllu með
fyrirvara um að eitthvað allt annað gæti hentað ykkur best.

Byrjið á að skoða http://www.hugi.is/hl/bigboxes.php?box_id=63625#sos það er mjög margt hjálplegt þarna.

Tölvan:
All_cpu er eitthvað sem counter-nördar fleygja oft sín á milli. Það er átt við að einhver hitti betur útaf því að hann
stendur vel að vígi vélbúnaðarlega séð. Í aðalatriðum er þetta rétt. Þeir sem spila leikinn 100% lausir við fps lagg og annað
ógeð hitta betur. Punktur og basta.
Stöðugt 100fps gerir það t.d. mun auðveldara að hitta með “sprayi” (það er að skjóta helling af kúlum á stuttum tíma)

Ef þið eyðið miklum tíma í counter-strike … af hverju ættuð þið að spila hann á einhverjum drasli …
Ég mæli með góðum skjá (stærð skiptir litlu máli), meira en 2200xp örgjörva, 512 í innra minni og 128 mb sæmilegu skjákorti.
Sjálfur uppfærði ég um daginn úr 2000xp í 2500xp og það losaði mig algjörlega við “fpsdrop” nema í einhverjum
undantekningartilvikum.

Þetta sama á við um mýs og músarmottur … kaupið ykkur almennilegt af hvoru tveggja … til hvers að skrölta á lödu þegar
benzinn kostar 5000. :)

Mús: Það eru tvær megintegundir af mýslum sem íslenskir counter-nördar nota. Það er Logitech mx500 og Intelli Mouse. Þessar
mýs eru nákvæmar, með mörgum tökkum og endast andskoti lengi. Þær kosta um 5000 krónur.

Sjálfur nota ég Logitech mx500, hún er stór, þung og með nóg af tökkum.
Bara svona til að gefa hugmynd um hvða er hægt að nota þá í.
Mouse1 = fire
Mouse2 = secondary fire
Mouse3 = slot3 (það er hnífur)
Mouse4 = last used weapon
Mouse5 = +right (gerir það sama og ef þið ýtið á hægri örina á lyklaborðinu) hjálpar mönnum með lágt sensitivity að snúa sér
hratt
mousewheelup = hegrenade (grensan)
mousewheeldown = flash

Músarmotta:
Það eru nokkrar tegundir algengastar …. hérna koma þær og plúsar/mínusar á þeim

“venjulegar” mottur þetta eru þessar þunnu léttu plast/tau sem tölvuverslanir gefa.
+ Það er ekkert í plús við þær nema það að þið getið lookað vel með því að segjast “bara spila á BT mottu.
- Litlar, léttar (færast til)

allsop er basic taumotta (þessi með dropunum) þær fást helst í skólastofum :)
+ þungar, eyðast lítið sem ekkert og músin rennur vel.
- Litlar, alveg syndsamlega litlar

stórar taumottur eins og destrukt pad og fatpad þær fást í heimsendingu hér á Íslandi :)
+ stórar alveg huges … nákvæmlega eins og 19” skjár, músin rennur vel, þær haggast ekki, eru þægilegar undir úlnliði.
- ég er ekki enn búinn að finna mínus við mína. Kannski helst að þær taka mikið pláss á þröngum lönum :) og kosta þó 3000
krónur sem er money well spent.

Funcmat plastmotta, gerð fyrir leikjaspilara
+ Snúruhaldari það er snilld, tvær hliðar, gróf og fín .. getið prófað báðar.
- Kosta 5000, funkera best með skautum ( það er límband sett á púðana á músinni) mottan eyðist. Oft verið talað um árs
endingu. T.d. bylgjast hún oft upp þar sem úlnliðurinn hvílir.

Icemat glermotta gerð í Danmörku. Þetta er “eina” tegundin sem ég hef ekki spilað með sjálfur.
+ Ótrúlega smooth, töff, helst á sínum stað og náttúrulega úr gleri svo það er ekkert að eyðast.
- kostar nokkuð mikið, erfitt að nálgast hana á Íslandi, og hljóðið af mús á gleri getur verið andskoti pirrandi fyrir
óinnvígða.

Sensitivity:
Þumalputtareglan er að lágt sens gefur betra mið en gerir líka snöggar hreyfingar erfiðari.
Þið getið breytt /sensitivity í config, þið getið breytt sensitivity í windows og umfram allt getið þið tekið mouse
acceleration af í windows.
Samanburður á sensi milli tölva er oftast alveg tilgangslaus, þið verðið að prófa ykkur sjálf áfram með hvað hentar ykkur
best. Stórar mottur t.d. taumotturnar sem nefndar eru hér að ofan eiga að gera mönnum kleyft að lækka sensið sitt.
Einfaldlega af því að það er mikið meira pláss til að færa músina.

Config:
Það er skrá sem heldur utan um stillingar í leiknum hjá ykkur, þið finnið hann inni í steam möppunni ykkar.
Default config dugar ykkur helvíti lengi, en trúið mér þið getið grætt mikið “edge” með config sem þið hafið þróað handa
sjálfum ykkur.
Langbesta leiðin til að læra á hvað er hægt að gera í config er að leita að og downloada configs frá frægum counter-strike
spilurum.
Takið nokkra og berið saman allt í þeim. Þið sjáið fljótt hverju þið eigið ekki að breyta og hverju þið getið fiktað aðeins
í. Sérstaklega er mikilvægt að læra á “bind” þar að segja að þið getið stillt ákveðna takka til að t.d. draga upp hníf eða
byssu, segja eitthvað í team-say, nú eða hið sígilda stopsound.
Þið getið bókað að allar þær stillingar sem frægir spilarar eru með í sínum configum eru löglegar. Ég mæli eindregið með því
að halda sig EINGÖNGU við það sem þið sjáið hjá þeim. Ef þið skoðið ca. 10 configga þá eruð þið komin með flóruna af því sem
menn mega fikta í.
Öll bind og stillingar sem þið breytið vistast í config.
Þið ættuð alltaf að eiga backup af confignum ykkar á einhverjum vísum stað.

Buyscript:
Þau spara ykkur tíma, flestir nota eitthvert form af þeim og þið ættuð fljótt að komast upp á lagið með að kaupa byssur,
grensur og kit með t.d. F1-F10 tökkunum eða keypad.

Refreshlock:
Ég mæli eindregið með því að “haxa” skjáinn sinn upp í að sýna 100hz í þeirri upplausn sem þið spilið counter-strike í. Þið

sjáið meira um þetta hér : http://www.hugi.is/hl/bigboxes.php?box_id=63625#sos


Þetta var það sem mér datt í hug svona í fljótu prófaglensbragði. Ég ætla svo að vona að andinn komi yfir mig og ég hafi það
af að skrifa aðra grein um hvernig þið getið svo notað allt þetta, æft ykkur og orðið sæmileg í counter-strike.

Ég þigg allar eldglæringar með þökkum. En guð hjálpi mér ef einhver, sem hefur spilað þennan leik í þrjú ár tekur LOL OMG
ROFL pakkann á þessa grein. Þetta er ekki grein fyrir þá sem hafa spilað lengi.

Ahhh já annað… Titturinn.cs eftir jól í cbble .. stay tuned :)

*SpEaRs*Virgin
#clanspears
#titturinn.cs
*SpEaRs*Virgin