Fréttastofa GGRN - Enn í fullu fjöri Sem fréttastjóri GGRN Frétta vill fá að koma því á framfæri að Fréttastofan er ekki dauð, svo virðist sem það séu einhver vandamál með netlínu okkar á Akureyri HQ.

Ég veit að þið, okkar tryggu lesendur hafa beðið í ofvæni eftir nýjum fréttum sem aldrei berast, en ég hef tekið þá ákvörðun að nota þennan fína miðil sem við höfum hér til að birta okkar nýjustu frétt sem er nýkomin úr prentun.

Svo virðist með þessu áframhaldi að síðan verði niðri eitthvað fram yfir áramót, en fylgist vandlega með á irkrás okkar #ggrn.

Svo, kæru vinir, þetta er mín jólagjöf til ykkar.
Lesið og grátið.



Fyndnasti maður CS

Eins og flestir vita hefur Landssíminn og Thule staðið fyrir uppistandskeppni síðustu vikur og er nú loksins búið að
finna sigurvegara, enginn annar en hinn landsþekkti Guðmundur Kári Bertelson, einnig þekktur undir sínu alter-egói sem
[.Love.]Garfield stóð uppi sem sigurvegari.

“Þetta var alveg gígantísk fílíng” Segir Guðmundur skælbrosandi á fréttafundi sínum með GGRN Fréttum á hótel Loftleiðum eftir að sigurinn var tilkynntur, aðspurður hvernig honum liði.
“Þetta er algjörlega ný lífsreynsla fyrir mig, þótt ég feli það vel þá hef ég alltaf verið ákaflega þögul og feimin manneskja,” Segir Guðmundur og hlær
“en núna er allt gerbreytt, mér finnst ég loksins hafa fundið mína köllun”.

En þetta eru ekki allar gleðifréttirnar, er það nokkuð?
“Nei, því núna kemur rúsínubossinn í pylsuendanum! ‘Scout’ eða njósnari eins og við getum kallað þá, frá Comedy Central var einmitt staddur á
úrslitakeppninni til að leita uppi hæfileikafólk til að skemmta í Bandaríkjunum!” George S. Buchanan valdi Guðmund því honum fannst drengurinn
einkum góður að gera grín að Counter-Strike sem að tali George er einn besti online leikur í heimi, og sagði George okkur það að hann og vinnufélagar
hans voru einmitt að stofna nýtt clan sem þeir kalla -//CCBB\\- (Chitty, chitty, Bang, bang).
En markmið Comedy Central er einmitt að koma með fyrsta CS-Uppistandarann í heimi til að skemmta gegnum nýtt broadcasting kerfi frá Valve á public serverum.

En hvernig fer Guðmundur að þessu, hvernig er hægt að gera CS skoplegan?

“Það er nefnilega alls ekkert svo erfitt, málið er einfaldlega að taka alla hluti sem eru venjulegir í CS og gera bara grín að þeim”
Fréttaritari biður Guðmund um að koma með góð dæmi sem hann tók í keppninni fyrr í vikunni.
“Já, t.d hver hefur ekki labbað um götur Ítalíu og pælt í….svakalega er þetta léleg ópera!” Segir Guðmundur og hlær hástöfum.
“Einnig var ég á cobble um daginn og sá mann campa með bakið í dyrnar og ég spurði ‘Er ekki allt í lagi drengur?’” Slær Guðmundur í læri sér og hlær.

Við þökkum Guðmundir kærlega fyrir viðtalið og óskum honum góðs gengis í Bandaríkjunum.

Fréttastjóri
Kromagnon