PhD, ISCN og íslenska counterstrike sceneríóið. Sælir Counterstrækarar ;-)

Það er aldeilis heiður fyrir okkur PhD menn að verða samþykktir svona snögglega inn í ISCN. Áhugi á Counterstrike hefur vaxið gífurlega meðal manna í PhD og er amk búið að koma upp einu aðalliði og öðru með varamönnum og svo framvegis. Ég get nú ekki sagt að við séum neitt rosalega sterkir eins og er enda erum við fyrst og fremst newbies eins og allir eru þegar þeir rétt byrja.

Allt gott um þetta að segja, við erum mjög spenntir að kynnast ykkar menningu og sjá loksins muninn á þessari menningu og illræmdu Quake menningunni sem við höfum verið í síðastliðin 2 ár eða svo. Við höfum nokkra sterka leikmenn í okkar röðum. Sá fyrsti er maður sem flestir ykkar ættu að þekkja en hann er Mesmer og lék með TVAL hér um árið og sigraði meðal annars með þeim einn Skjálfta þegar PhD tók sinn fyrsta AQTP sigur einnig. Hann er nú aðeins í PhD og mun veit okkur dýrmætt innsæi inn í heim ykkar. Einnig er það Cruxton sem er náungi sem kalla mætti “natural-gamer” það er sama hvað leik hann spilar, hann brillar í þeim öllum, hann hefur mikið verið ap spila CS og Unreal Tournament auk þess að hafa verið A-liðs maður bæði í AQTP og Quake3 CTF á sínum tíma. Aðrir góðir menn eru Cygnus, Xept, Phiz, Active, Manhattan, Martie, Deadduck (contact aðili PhD með CS).

Ræddi lauslega við Jafo sem er IceCool í 3GZ og hann ætlar að veita okkur gott samstarf með sínu klani og hjálpa okkur að komast sem fyrst inn í þetta.

Ég þakka fyrir mig að sinni og hlakka til að takast á við ykkur í framtíðinni á netinu.

Fyrir hönd PhD,
[PhD]Pressure
<a href=http://www.clanphd.com>Vefsetur PhD</a