Já Nationscup fer að hefjast enn og aftur á clanbase.com . Síðast þegar Ísland tók þátt lenntum við í 5 sæti og hefði það trykkt okkur sjálfkrafa inn í keppnina enn… ég gleymdi að skrá liðið síðast þegar keppnin var og þegar ég ætlaði að skrá okkur þá var það of seint og við ásamt Frakklandi og öðrum þjóðum komumst ekki inn í keppnina.

Í þetta skiptið ætla ég að skrá Ísland en þar sem við vorum ekki í top 8 á síðasta season þá þurfum við að berjast um top 16 sætin í útsláttarkeppni.

Ég hef valið spilaranna af minni eigin reynslu og mínu persónulega áliti yfir bestu spilaranna á landinu. Þessir spilarar sem ég hef valið eru ekki valdnir í gegnum einhverjar kannanir eða úrtak heldur af mínu álitu einungis.

Reglur clanbase segja að einungis 2 meðlimir úr hverju clani meiga spila að hvoru sinni. Þetta þíðir að 4 drake meiga ekki spila leikin en samt meiga 4 drake vera skráðir í íslenska landsliðið svo lengi sem 2 spila bara í einu.

Þetta er íslenska landsliðið:

ice.cs : Spike, Cyrus, Entex
Drake : Wardrake, Some0ne
MurK : Kristjan, Ingolfur, Johannes
diG : Rocco$

Þetta er 9 útvaldir spilarar sem munu spila fyrir landsliðið í öllum þeim leikjum sem við náum að komast í. Ef einhverjir af þessum 9 komast ekki í leikina eða hafa ekki áhuga á að spila þá verða þeir að tilkynna mér það umsvifalaust. Ef slík tilkynning kemur upp þá er ekki víst að þeir verði replaced af öðrum meðlimum clansins og ef svo er þá fá þeir ekki að velja hverjir verða replaced.

Æfingar verða gerðar og vonar íslenska landsliðið að einhver lan staður með evrópulink geti stutt við baka landsliðsins og hýst okkur annahvort ókeypis eða á mjög sanngjörnu verði þegar leikir verða spilaðir.

Official irc síða fyrir landsliðið verður #Team-iceland á quakenet(irc.quakenet.org) enn þar halda öll evrópsku landsliðin sig ásamt öllum evrópskum klönum.

Allar fyrirspurnir um landsliðið, hvartanir, spurningar eiga að beinast til mín á ircinu þegar ég er við undir Landslið spurning: fyririrspurn. Ef þetta er ekki gert er ekki víst að ykkur verði svarað.

Ef um er að ræða einhverskonar styrk fyrir landsliðið eða málefni af alvarlegra tagi en saklaus spurning sendið mér þá email á krissif@hotmail.com undir titlinum LANDSLID og ég mun svara því af bestu getu, vinsamlegast engin rugl bréf.

Já það vantar menn í radiocast, nei það er ekki allt undirbúið undir þetta, skráning í keppnina byrjar í september en keppnin sjálf byrjar í október, já þetta er einræði og ef einhver vill frekar sjá um þetta og fella mig af valdastólnum flame away og reynið að sjá um þetta sjálfir.

Vona þetta verði skemmtilegt season og vona líka að þið spammið mig og gefi mér helling af info um clanbase svo við náum að skrá liðið í takt og tíma.

MurK-Kristjan
Iceland | Kristjan (cpt)