Góðann Daginn hugarar.

Það líður varla sá dagur sem maður sér ekki á korkunum að einhver er að kvarta yfir að skrimm serverarnir eru að “lagga”, eða eitthverjum var “kickað” úr ASE o.s.f. Af hverju eiga “klönin” á Íslandi ekki sína eigin servera ? Ég er búsettur í þýskalandi þar sem netspilun er mikil (Yfir 3000 klön sem ég veit um allæðanna). Og hérna á nánast hvert einasta clan sinn server. Hvernig ? Einfalt, hérna eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að hýsa servera fyrir ákveðinn pening. Dæmi:

10 Player Slots = 40 € / 36,00 €*
12 Player Slots = 48 € / 43,20 €*
16 Player Slots = 64 € / 57,60 €*
20 Player Slots = 80 € / 72,00 €*
32 Player Slots = 120 € / 108,00 €*

Semsagt, Server (Counter Strike, DOD etc) með 10 slottum kostar 40 euro á mánuði, sem samsvarar um það bil 3560kr. 12 manna server kostar 48 euro sem samsvarar þá um það bil 4272kr og svo fram vegis. Innifalið í þessu verði er leigð tölva, hýsing, viðhald og uppfærslur, internettenging með ótakmörkuðu magni innanlands og svo secure telnet tenging (fyrir linux) og voice server. Hægt er að fá serverinn meira að segja ódýrari með auglýsingu í server nafninu og svo í motd.txt fælnum. Sem sagt: xxxxclannafn skrim server | by icelan.is til dæmis í nafninu og svo í motd: Þessi server er í boði Icelan.

Ég veit að markaðurinn á fróni er ekki jafn stór og í þýskalandi, en svona þarf ekki samt að vera neitt dýrt. Ef að serverinn kostar 3560 á mánuði, og clanið er með 6 meðlimi, myndi kostnaðurinn núttúrulega deilast á meðlimi og verða tæplega 600kr á mann á mánuði.
Á þessum serverum hérna getur leigjandinn gert eftirfarandi:

- fullt rcon fyrir serverinn
- 1gb pláss fyrir custom möpp, heimasíðu o.s.f.
- ClanMod/AdminMod þannig að ekki allir clan meðlimir þurfi rcon
- Secure Telnet Tenging til að stilla serverinn eftir þörfum
- FTP aðgangur til að uploada möppum, heimasíðu o.s.f.

Þannig að ég legg fram tillögu:

Íslensku net Kaffihúsin skaffi nokkrar tölvur til viðbótar. (hver tölva getur keyrt 2-3 10 manna servera, ef ekki meira, fer eftir vinnsluhraðanum). Og setji svo svona upp eins og ég var að lýsa fyrir ofan. Netkaffihúsin hafa oftast stórar tengingar, eins og 100mb ljósleiðara, og geta því sett svona upp. Svona tölva kostar varla meira en sirka 60. þúsund, þarft ekki skjá á þær til dæmis. Ef bara 2 klön hafa server á einni tölvu, og 5000 á mánuði t.d. þá fær netkaffihúsið 10. þúsund á mánuði á hvern server. Sem sagt, eftir 6 mánuði er tölvan fullborguð og eftir það yrði mesti hlutinn af þessum 10. þúsundum einfladlega gróði. (náttúrulega kostnaður, eins og rafmagn, nettenging, hugsanlegar uppfærslur o.s.f.). Ég hef talað við nokkur klön á fróni og þau hafa tekið vel við þessu og mundu öll ná sér í svona server ef hann væri á skikkanlegu verði.

Hvernig væri ef eitthver myndi allæðanna prófa að setja svona upp og sjá hvernig gengur ?

just my 2 cents from experience.