Sælir Hugarar,

Mér hefur lengi fundist þörf fyrir þessa grein en engin hefur komið sér í að setja hana upp þó allir sjá og skilja þetta vandamál sem hrjáir Counter Strike leikjaheiminn. Í guðana bænum lestu yfir hana en ekki bara hugsa Váá þetta er mikið bull og reyndu að líta í eiginn barm og taka það til þín sem þú þarft svo við hinir getum spilað og haft gaman af. Eyddu smá tíma í þessa lesningu, ekki fyrir þig heldur fyrir okkur hina sem erum að reyna gera betur. Ég er enginn engill en þó hef ég þessi atriði sem ég tel hér upp á hreinu.. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hvað ég á eftir að lenda í miklu skítkasti fyrir þessa grein vegna þess hvað ég er að slá á veikan blett í Íslenska CS heiminum og endilega röflið yfir þessari grein því þá sjá “kannski” hinir hvað við erum vitlausir…


Svindl

Eitt það versta sem íslensksir spilarar hafa tamið sér eru svindl ásakanir, þetter hætt að vera fyndið, spilurum má undartekningarlaust ALDREI ganga vel og vera með gott scor án þess að einhver tekur sig til og fer að ásaka þá um svind. Við þekkjum það allir að við eigum okkar “moment” og erum bara virkilega í stuði! Náum nokkrum “head shot’s” í röð eða erum með 20-30-40 “kills” og mjög fá “deaths” á móti, skjótum einn óvart í gegnum hurð eða í hausinn af einhverju óhugsandi færi fyrir einskæra tilviljun.
Og á meðan við hlæjum að þessari snilldar heppni þá altíeinu hrannast upp svindl ásakanir og þér hótað öllu íllu. Múgurinn vill að þér sé refsað og reynir að fá það í gegn með öllum tiltækum ráðum. Þetta er bara virkilega sorglegt! 95% þessara spilara eru bara að standa sig vel og á meðan mótspilarar ættu að vera hrósa þeim fyrir frábæra frammistöðu þá eru þeir bara ásakaðir um svindl og vilja bara “kick ban” og ekkert minna. Svo eru það hin 5% sem verður endalaust hægt að deila um…

Niðurstaða : Í guðanabænum þegiði, takiði upp demó, sendiði zlave og látið hann dæma um hvort svindl er að ræða! Þið græðið EKKERT á að spamma yfir serverinn svindl ásökunum og látum, þið eruð ekkert betur settari með því að vera með skítkast á allt og alla.. Þó að ykkur gangi ílla þá þurfið þið EKKI að láta það bitna á öðrum.

Og svo er það hinn endinn á línunni, þeir sem verða fyrir barðinu á þessum ásökunum setja allt í vörn og reyna vernda mannorð sitt og gengur mjög ílla, ef þú ert að gera góða hluti öðruhverju þá verðuru ásakaður um svindl og það verður ekki flúið. Ekki rífa bara kjaft og kalla allt núbba eða þursa eða hvað annað, þú græðir heldur ekkert á því.. Segðu bara við viðkomandi aðila “OK” eða bara “takk”, hvílíkt hrós sem þetta er nú að vera ásakaður um svindl þegar þú ert ekki að svindla, þá veistu að þú ert að gera góða hluti og hinir öfunda spilagetu þína og efast um raunveruleika hennar! Brostu bara og hlæðu af því hvað þeir eru lé.. Nei best að fara ekki út í þá sálma..

Jæja þessi partur átti ekki að vera svona langur, en það þurfti að koma þessu á framfæri! Jæja næsta mál..


Nick

Ég fann mjög stórt safn af “End Game Screenshots” og þegar ég skoðaði yfir þau sá ég hvað við erum sorglegir.. Ég hló mikið af þessu og áhvað að bæta þessu hérna inn í greinina.. Hvað fólk skammast sín fyrir getu sína er alveg sorglegt! Nú ætla ég ekki að hrella þessa spilara með því að birta þessi Screenshot eða nöfn þeirra og mun ég notast við skálduð nick, hér er ég auðvitað að vísa í þessa spilara sem eru í klani og hafa sitt rétta nick (Það er þó byrjun) og eru ekki að “Altnicka” en samt þurfa þeir að afsaka sig með hinum ýmsu fáránlegu afsökunum eins og það er bara fyndið hvað sumum dettur í hug, kenna hinum ýmsa vélbúnaði eða umhverfi um spilun sína..
Hér eru nokkur dæmi,
“CS | Robbi (Kúlumús)” Mér finnst kúlumús betri en laser… Og er ekki einn um það!
“CS | Robbi í símanum” Ertu búinn að vera í símanum allan leikinn ?
“CS | Robbi –Þreittur-“ Og? Farðu þá að sofa..
“CS | Robbi (á ekki kók)” Er þetta grín…
“CS | Robbi - Ekki spilað í viku” Þetta er enginn afsökun… jesús
“CS | Robbi - Hátalarar” Ein enn mjög góð afsökun.. huh

Þetta er bara lítið brot af því sem ég sá og tek fram að þetta var bakvið nick hjá spilurum sem ættu að kallast reyndari spilarar miðað við klönin sem þeir voru í og venjulega frammistöðu.. Þetta er auðvitað bara “fleim” hjá mér en samt, afhverju eruði að afsaka ykkur ? Þetta er bara leikur og þið þurfið ekki að afsaka ykkur þó ykkur gangi ílla..


Framkoma spilara

Þetta er eitt það leiðinlegasta sem maður lendir í, það eru þessir sí pirruðu einstaklingar sem hafa allt á hornum sér. Það er alger óþarfi að vera blandi mömmu og fjölskyldu annara spilara í leikinn þó þeir setji útá spilamennskuna ! ?


AWP

Mest notaða orðatiltækið hjá spilurum á eftir öllum svindl ásökunum er án efa “AWP Hóra”.. Hérna er góð setning sem ég lagði einhverntíman á minnið og lýsir þessu máli mjög vel.. “Pick your weapon depending on the range” ef þér langar að spila langa stöðu og standa þig vel þarftu einhverja nákvæma, öfluga og langdrægna byssu (Gangi þér vel “long range” með Mac10 eða shotgun) Ég nota mikið AWP og þá nota ég hann mest með því að rusha, AWP er MJÖG áhrifaríkt vopn ef þú ert snöggur að skella “Zoom’inu” á.. Þarft bara eitt skot og hinn dauður, hann er kannski rétt búinn að ná 3-4 skotum úr Colt-inum eða AK-inum… Mjög gott vopn í close og long range ef þú ert nógu snöggur.. En því miður ef þú ert of snöggur þá ertu bara AWP hóra og aumingi.. “AWP er bara no skill vopn sem allir geta drepið með” ok þetta er það vitlausasta sem þú getur heyrt!! Það krefst mikillar æfingu að vera góður á AWP !!! Ég get baulað um þetta efni en þetta ætti að duga, ég á eftir að röfla yfir svo miklu að þetta er orðin grein sem enginn nennir að lesa…


Counter Terrorists Vs. Terrorists

Á íslenskum serverum eru borð með upphafið “de_” afburða vinsæl og allt gott með það.. Þetta formerki merkir í raun og veru einfaldlega að Terroristar eiga að sækja inn á svæði CT’s og planta sprengju og verja hana til síðasta manns.. Hins vegar eiga CT’s að verja þessu bombusvæði til hins síðasta manns…
Einhverneigin skilja spilarar ekki þetta hugtak ?? Einhver er altaf að ybba sig yfir því að einhver í CT’s kampi bara á bombusvæðinu og hreyfi sig ekkert..
(Fyrirgefið að ég spyr en er það ekki tilgangur þeirra?)

Og svo t.d. í CS_Italy þá verða CT’s svaka pirraðir útaf því að það eru 2-3 terroristar inní húsinu að vernda gíslana og garga bara kamp og eru bara með skítkast og leiðindi.. Á meðan þeir sjálfir sitja á CT’s spawni með AWP og bíða eftir að Terroristar sæki á þá og láti slátra sér..
(Nú spyr ég aftur, er það ekki tilgangur þeirra?)


Svo er eitt og annað sem er ég man ekki eftir í augnablikinu sem ætti heima hér en þetta er hvort sem er orðið altof löng grein svo einhver nenni að lesa hana, og endilega komið með “Comment” um þessa grein og setjið útá en ekki byrja það á orðonum “Ég las ekki greinina en samt ..” og plz takið ykkur aðeins á, þessi grein er svona létt spark í rassgatið á íslensku CS menningunni því við þurfum að halda okkur við efnið… Hellingur af þessu er kannski bara væl í mér en hver veit…

Takk fyrir mig,
Kalli

———–
CS : Decimuz
Exile Forever!!