Loksins, loksins er clientinn kominn… Dedicated serverinn kom næstum sólarhring á undan til að tryggja að serverar væru komnir upp, og núna eftir eftirvæntingu í allan dag er 2.0 clientinn kominn út. Þó að ég sé viss um að hugi.is bregðist fljótt við með að hosta hann þá eru margir linkar hér ef þið getið ekki beðið eða viljið meiri bandvídd:

www.natural-selection.org

2 íslenskir serverar eru komnir upp: “Simnet Natural Selection” og “Love Nest Selection”. Vil ég óska öllum þar góðrar skemmtunar og að sýna NS nýliðunum þolinmæði.



***Einnig, fyrir þá sem eru alveg nýir í NS, vil ég birta hér nokkur heilræði:***

Lestu leiðbeiningarnar (manualinn), þær fylgir með leiknum og þú getur farið í þær í gegnum start menu.

Hafðu í huga að NS er blanda af RTS (real time strategy) og FPS (first person shooter), og eins og í RTS leikjum þá skiptir máli að stjórna svæðum og auðlindum (“peningum”) Eins og í RTS leik þá er það fjárfesting að kaupa hluti. Þú færð t.d. ekki HMG (Heavy Machine Gun) fyrr en búið er að byggja Advanced Armory og Prototype Lab, plús þær kosta þónokkuð mikið, og það er ákvörðun sem aðeins commanderinn er í stöðu til að vega og meta.

Kynntu þér allavega leikinn áður en þú byrjar að segja fólki til eða biðja um hluti. Það er fátt meira pirrandi en maður sem reynir að hafa vit fyrir öllum (jafnvel commandernum) og hefur ekki einu sinni kynnt sér hvernig leikurinn virkar.

Ekki vera commander nema þú hafir spilað leikinn töluvert, sem BÆÐI LIÐIN, og lesið leiðbeiningarnar (eða bara virkilega áttað þig á leiknum).

HLÝDDU SKIPUNUM þegar þú ert marine. Marine liðið byggir á sammvinnu og samhæfingu. Þú hefur prófað að spila RTS leiki eins og Red Alert eða Warcraft/Starcraft er það ekki? Ímyndaðu þér hvernig það væri að reyna að vinna ef “kallarnir” hlýddu engu sem þú segir.

Mundu að það borgar sig verulega fyrir marines að halda hópinn. Reyndu líka að muna að NS gerist í þrívídd og þessir &%$#% skulkar geta klifrað á veggjum og loftum. Líttu upp fyrir þig =)


P.S Og já endilega skiptið um nafn þegar þið byrjið… ekki gott að heita default “NSplayer” nafninu. =)

Jæja, komið gott. Ég er farinn að spila. Enjoy! =D