Við í MurK erum skráðir á mót sem kallast CPL og verður haldið í Dallas, Texas 30 júlí 2003. Þetta mót er virðingamesta mót sem haldið er í heiminum ásamt CPL Dallas Winter og er nánast samasem merki milli þess og heimsmeistaramóts.

Öll bestu lið í heimi mætast þarna og gera sitt besta. Í verðlaun á þessu móti fyrir Counter-strike eru 200.000$ dollarar fyrir 24 sæti eða 60.000$ fyrir 1st sæti og hinu dreift milli næstu 23.

Við förum út 23.júlí til New York borgar og verðum á lan stöðum þar að æfa stíft til 27 þegar við förum til Dallas. Við reynum að gera okkar besta á mótinu og sína heiminum hvað klakinn getur.

Mennirnir sem fara fyrir okkar lið eru: Kristjan, Gunnar, ingolfur, johann, Johannes. Þetta eru sömu strákarnir og hafa verið að vinna undandfarna 5 skjalfta í röð en á síðasta skjalfta spilaði Óskar í stað Jóhannesar.

Allir leikirnir verða á hltv og verður horft á þá í híbýlum bunkers og heima hjá ykkur :).

Heimasíður sem verða með góða umfjöllun eru: www.gotfrag.com www.sogamed.com www.gamers.nu www.hugi.is/hl (Vonandi ef einhver tekur að sér :E).

Ef einhverjir íslendingar væru til að segja fólki frá ircbot rásum, TS radio uppi, hltv ip tölum og fleira væri það mun skemmtilegra fyrir samfélagið. Við komum við og við á ircið þegar við erum úti og þá munum við reyna að gefa ykkur allar þær upplýsingar sem við höfum.

Við viljum þakka ykkur fyrir allan stuðning sem hefur verið hingað til og vonum að hann helst þegar við erum úti.

ÍSLAND BEZT Í HEIMI !!!

MurK-Kristjan