Með fyrirsögninni er ég ekki að segja að hate menn séu svindlarar, heldur að þeir sem halda því fram að scripts séu svindl eru um leið að ásaka vel flesta í hate claninu (og aðra) um að hafa svindlað í CS um langa hríð. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til eitthvað sem menn vilja kalla ‘svindl’ með scriptum (ekki hægt samkvæmt sterkum rökum [ira]skarsnik á korkinum) en það er líka hægt að nota scripts til að gefa klönum tækifæri til að spila leikinn á jafntréttisgrundvelli. Kaup scriptir eru gott dæmi um það. Mörg borð (oft de_borð) eru sett upp þannig að ef bæði liðin hlaupa stax á stað þá mætast þau á sama stað og á sama tíma, þessir staðir eru yfirleitt hernaðarlega mikilvægir, þ.e.a.s ef annað liðið nær valdi á þessum stöðum þá eru það komið með mikkla yfirburði yfir hitt liðið, en ef nýtt klan með nýjum spilurum verður eftir í þessu kapphlaupi vegna þess að það er ekki nógu fljótt að kaupa þá hluti sem það þarf er það nánast búið að tapa leiknum fyrirfram ef það er að spila gegn reindum spilurum. Hönnuður leiksins CS hefur örugglega ekki ætlast til leikurinn ynnist á því hversu menn eru fljótir að slá á takkaborðið í byrjun leiks, heldur að hann ynnist á færni einstaklingsins í bissubördugum og samvinnu liðs hans. Kall scripts (Radio scripts) eru líka gott dæmi um janfréttisatriði. Einu sinni var RW og BC umdeilt og menn kölluðu það svindl en núna er það svo sjálfsagt að menn mynnast ekki einu sinni á það. En það geta ekki allir verið með þessi spjall-miðla, bæði vegna tæknilegra hindrana og líka vegna kunnáttuleisis í sambandi við hugbúnað, stírikerfi og o.s.f. En með notkun radio scripts og ‘texta’ scripts er hægt að koma boðum til samherja sinna á auðveldan hátt. Radio scripts koma aldrei í stað BC, RW… en það hjálpar mjög mikið.
Fljótlega fer ISCN mótið að byrja og heirði ég þá skíringu að mótið átti að vera upphitun fyrir ISCN deildina. Ef ég skil umræðuna á korkinum rétt þá eru mótshaldarar að spá í að hafa strangari regglur í sambadi við scripts en þeir eru með í deildinni en þá er upprunalegi tilgangur mótsins gufaður upp. Eina ástæðan sem ég sé fyrir því að banna öll scrips er sú að koma í veg fyrir ágreining á mótinu og létta um leið störf mótshaldara, en flestir okkar sem að öllum líkindum taka þátt, eru nógu þroskaðir til að taka á þeim ágreiningi og leyst hann farsælega.