Fortress.is (eina aktíva íslenska TFC klanið) var að byrja á að halda FISST mót (sjá http://www.fortress.is/fortis/tournament/tourney.html ) síðasta laugardag.

Það er nokkurs konar bikarkeppni. 6 manna lið mætast í 25 mínútna mappi, sigurvegari heldur áfram, tapari fer og keppir ekki meir.

5 lið voru skráð en aðeins 3 tóku þátt. |F| gaurarnir voru með ADMIN lið, gamlir hundar úr VIT tóku þátt sem [VoB] (VIT old boys) og 3 liðanna þurftu að sameinast til að taka þátt.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem nenna ekki að vera í klani eða eru að mestu hættir að spila TFC til að spila nokkra alvöru leiki bara upp á grínið, aðallinn í þessu móti er að hafa gaman af.

Það eina sem þarf að gera er að sækja um á vefnum þeirra og safna 6 manns í lið. Svo er bara fjör um helgina!

[VIT]Augustus
ekki upplýsingafulltrúi |F| en einhver verður að kynna þetta :p
Summum ius summa inuria