dummies inGame til Spánar. Nú rétt í þessu vorum við að fá fréttir þess efnis að við hefðum verið samþykktir á mót á Spáni, Euskal Game Gune. Þetta mót er CPL Summer 2003 qualifier og liðið sem sigrar fær ókeypis ferð frá Spáni til Dallas, þáttöku á Summer CPL 2003 og 830.000kr.

Mótið er haldið í Feria Internacional de Muestras í Bilbao og stendur frá 24. til 27. Júlí. CPL byrjar aðeins 2-3 dögum seinna þannig að ef að við skyldum vinna á þessu móti þá þyrftum við taka beint flug frá Spáni til Dallas.

Spilað verður í Maxrounds 15, sem að þýðir einfaldlega að hvor helmingur er 15 round í staðinn fyrir hefðbundin 12 round. Þetta gerir handgunround ekki jafn mikilvæg og leikinn vonandi skemmtilegri. Spurning hvort við sjáum þetta á Íslandi í framtíðinni?

Lið sem að spila á þessu móti eru meðal annars:
mTw (Þýskt)
level (Danskt)
eu4ia (Spænskt)
Öll þessi clön eru talin sterkustu clönin í sínu heimalandi.

Ýtarlegri upplýsingar má finna á http://www.euskal.org/euskal11/index.php?lang=1

F.h. dummies inGame
(diG)Sharp