Halló.

Jæja þá er komið að því, loksins, Skjálftinn er að hefjast eftir langa bið fyrir nokkra, og má búast við frábærum Skjálfta, þar sem íslenska Counter-Strike menningin er mjög sterk núna. Æ fleiri góð clön eru að sanna sig. En þar sem enginn hefur spáð fyrir þessum Skjálfta, þá ætla ég að kíla á það ;)

/ Mín spá:

- 1. MurK
MurK sýndu það á dögunum á móti Legion að þeir eru þeir bestu á klakanum, en bilið er alltaf að minnka, önnur clön eru að vinna á þá. En þetta mun vera þeirra Skjálfti, þar sem tíminn sem þeir hafa spilað saman mun koma út í plús fyrir þá. En spurningin er hverjir spila á móti MurK í úrslitunum.

- 2. Drake
Drake eru góðir saman, og þá sérstaklega á LANi. Þeir búa yfir mörgum mjög mjög góðum spilurum, og mun það skila þeim í þetta annað sæti. Þeir hafa spilað nokkuð lengi saman á lani, allaveganna helsti kjarninn hjá þeim, TurboDrake, AzureDrake og WarDrake.

- 3. ice
ice hafa staðið sig mjög vel, eru búnir að vera mikið á lani undanfarið, og spilað þar af leiðandi mikið saman. Það verður gaman að fylgjast með ice núna, þar sem margir af þeim eru að spila saman í fyrsta skipti á Skjálfta.

- 4. diG
diG eru með mjög gott teamplay og reynslu, þeir hafa spilað mikið saman, og þá mest undir merkjum Love. diG munu mæta úber vel strattaðir, og með mjög hittna einstaklinga með góða hugsun.

- 5. Legion
Margir eru ósammála mér þarna, en þessir einstaklingar hafa ekki spilað það mikið saman eins og clönin hérna fyrir ofan. Legion búa samt yfir allt allt of hittnum gaurum, eins og Cyru$, EnteX, V1rTuAL og Drulli, og mun það hjálpa þeim. En fyrsti Skjálftinn þeirra saman, held ég að verði þeim smá hindrun, en það verður gaman að fylgjast með þeim.

Þar sem keppnin fyrir neðan 5 sætið verður mjög spennandi, þá tel ég mig ekki vera tilbúinn í að spá í neðri hlutann, allaveganna ekki strax ;) En ég ætla hinsvegar að telja upp clön/leikmenn og svona sem munu koma mest á óvart.

/ Leikmenn:

- wM'3xt0n-
Þetta er mjög góður spilari, með sjúka hittni. Það sem honum vantar er aðeins meiri reynsla og hugsun, og þá verður þetta klassa spilari. Ég er viss um að fólk mun eitthvað tala um 3xt0n ;)

- Adios // Asmodai
Þessi leikmaður er mjög góður, og með frábæra hugsun og skilning á leiknum. Hann er frekar lítið þekktur, en það mun breytast eftir Skjálfta. Ég sá breytingu eftir Thursa leikina sem fólk sá hann, en það mun mikið breytast á Skjálfta.

- [.evil.]Hatred
Klassa spilari á ferð, hittinn, með hugsun og allann pakkann. Þetta er leikmaður sem þið ættuð að fylgjast með, skemmtilegur leikstíll.

- Legion > Triggz
Þetta er leikmaður sem ég hef alltaf haft augun á, og ágætur félagi minn. Hittinn og hugsun í hámarki. Yfirburðar leikmaður.

- [.GEGT1337.]Majesty
Hehe, það vita allir hver þessi gaur er, en samt ekki nógu mikið, margir muna eftir því þegar hann sópaði Synergy út úr LanSeturs invite, með þvílíkum hetjubrag. Frábær leikmaður, sem og einstaklingur.


/ Clön:

- WarMonkey's
Þessir gaurar spila ótrúlega vel saman, óheppni að þeir skyldu ekki vinna Thursinn 2.deild, en svona er þetta, ég var á LANi með þeim, um seinustu helgi, og viti menn ótrúlegt teamplay, og ótrúleg hittni hjá 3xt0n og zt3rn0x.

- Adios
Þeir eru með leikmenn á borð við StreameR, Asmodai og Oblivion, tel ég að Adios geti gert ágæta hluti. Spila ágætlega vel saman, og geta gert nokkra skemmtilega hluti.

- DON
Það þekkja allir DON, koma kannski ekki beint á óvart, en aliðið þeirra er næstum óstöðvandi þegar það kemst í gírinn. Groove og Sumarlidi böstandi caps.

—————

Jæja, mér leiddist og langaði að gera svona spá, flame er vinsamlegast afþakkað. En jæja, þá er lítið annað eftir en að segja good luck and have fun á Skjálfta. Ég mun vera með Skjálfta dagbók, og byrja á henni í kvöld, ég mun setja myndirnar á skjalfti.gormur.net ef allt gengur eftir.

Jæja GL&HF!

Kveðja,
Fixer - fixer@fortress.is
Fortress.CS admin
Hugi.is/Half-Life admin