Undanfarna daga hef ég verið að leita að einhverjum nýjum leik/mod til að spila, annað en CS/DoD(það eina sem ég spila), svo að maður fá ekki endanlega leið á þeim :Þ

Ég prófaði t.d. Urban Terror(Q3 mod), þó bara í smástund, og leist ekki vel á hann. Mér fannst Natural Selection frekar flottur, en bara drulluleiðinlegur eins og Vampyre Slayer. Síðan mundi ég eftir Gang Wars, HL modi sem ég hafði heyrt eitthvað um. Ég fann ekki neina íslenska síðu til að dl því frá, en fann það hjá einhverjum með Valhöll(nánar um það á http://dc.gormur.net). Það væri frábært ef einhver(t.d. hugi.is) myndi hýsa það, heimasíðan er www.gangwars.net.

Einhvers staðar hafði ég heyrt að Gang Wars hafi eitthvað sameiginlegt með CS. Það er satt. í Gang Wars eru mörg texture, model og hljóð sem koma frá CS, aðallega þar sem að þeir eru bara 2 sem gera modið og hafa ekki mikinn tíma til að gera eins mörg ný model/hljóð og í CS. En það er líka tónlist í Gang Wars, sem er ekkert nema gott ;)

Í Gang Wars eru 2 lið eins og í CS, þ.e.a.s. East Coast og West Coast, og í sitthvorum liðum eru 4 klíkur(skiptir ekki máli hvaða klíku maður velur, fötin eru bara öðruvísi, eins og í CS). Eina leiðin til að greina liðin í sundur er að East er í dökkum buxum og West í ljósum, sem er ruglandi fyrst, en maður kemst á lagið eftir smá spilun.

Markmið leiksins er aðallega að drepa óvinina, en einnig að verja stjórann(Boss). Á spawninu hjá sitthvoru liði eru töskur, sem innihalda dóp, og sá sem er með töskuna, er Boss. Vanalega er gott að láta hluta liðsins verja hann, því hann getur læknað særða félaga(gerist sjálfkrafa) og læknar sjálfan sig aðeins hraðar líka. Ef Bossinn er drepinn, þá getur annar liðsmaður tekið upp töskuna og verið Boss. Einnig eru 2 örvar neðarlega á skjánum sem benda á Bossana, sú græna á eign Boss, og rauða á óvinaboss.

Eftir því sem maður drepur fleiri og svona, þá fær maður meira “juice”(virðingu) sem má sjá í stigatöflunni. Juice er eiginlega bara eins og stig, allavega gerir það ekki neitt sérstakt ennþá, en ég býst við því að það muni gera eitthvað gagn seinna.

Þegar þú byrjar, þá kaupir þú þér byssu(r) fyrir peninga sem þú færð þegar þú eða vinur þinn fremur morð. Byssurnar eru eins í báðum liðum, 15 stykki ef ég man rétt; skammbyssur, haglabyssur, vélbyssur og rifflar. Það er bara eins og gamla buy menuið í CS. Það eina sem hægt er að kaupa eru byssur og skot, ekkert annað.(Hver veit nema það komi meira seinna…)

Í Gang Wars eru margir sniðugir hlutir, sem vantar í önnur mod, t.d. innbyggður stats möguleiki, sem er svipaður StatsMe(með því að skrifa /stats í chat), innbyggt timeleft(/timeleft í chat :Þ) og margt fleira. Það er hægt að finna servera með All Seeing Eye, það þarf bara að fara í Half-Life\Other\Gang Wars. Einnig er configið alveg eins og í CS, þannig að þeir sem vilja geta copyað config.cfg yfir ;)

Þetta ættu að vera svona aðalatriðin…

Nú er ekkert annað að gera en að dl og spila! Það eru 2 official serverar frá framleiðendunum, og nokkrir aðrir líka. Það væri gaman að sjá einn íslenskan ;)
___________