Vampire Slayer er mod fyrir Half-Life. Nafnið eitt skýrir út mikin hluta modsins en það er að maður er annaðhvort Vampíra eða Slayer. Modið gengur ekki út á það að planta bombu, bjarga gíslum eða að leysa einhver verkefni heldur bara að drepa alla! Það eru hins vegar örfá borð sem maður getur unnið með því að eyðileggja helga hluti eða svona líkneskji/gjafir hjá hinum (relics). En að drepa einhvern er ekki jafn létt og það virðist. Vampírurnar nota aðeins klær til þess að drepa og þurfa þess vegna að vera allveg upp við slayer-ana til þess að deyða þá á meðan að Slayer-arnir eru með byssur sem eru misgóðar í fjarlægð.

Eiginleikar og spilun:

Vampírurnar hafa nokkra hluti fram yfir Slayer-a. Vampírur eru mjög fljótar og er hægt að hoppa mjög hratt (leap), (í default config er það gert -> Run -> Ctrl + Space (beygja sig og ýta á jump)). Með þessu móti nær maður auðveldlega og fljótlega til Slayer-ana. Einnig eru Vampírurnar mjög sterkar og eitt högg/klór tekur 95 til 100 hp! Ef það tekur 95 hp missir Slayer-inn byssuna og tekur upp stikuna. Vampírur hafa heldur ekkert fall damage og geta hoppað úr hvaða hæð sem er án þess að fá skrámu (nema þær séu skotnar í loftinu). Síðast en ekki síst eru Vampírur hljóðlátari heldur en Slayer. Þegar þær hlaupa heyrist minni í þeim og þegar þær fara upp stiga og beygja sig um leið heyrist ekki neitt!

Kostir Slayer-ana eru líka einhverjir. Eins og kom fram áðan þá eru Vampírur ekki með vopn sem drífa eitthvað heldur þurfa þær að vera upp við Slayer-ana til þess að meiða þá eða drepa. Þetta er sá kostur sem Slayer notar mest, en það er að halda sig í svolitilli fjarlægð. Líka er mikið léttara að vera Slayer ef að maður er í duel (1 vs 1). Slayer-ar þurfa ekki að kaupa neitt heldur er þeim skaffað, alltaf jafn mikið og allt er eins í byrjun rounds þegar maður spawnar.

Áhrifaríkasta leiðin fyrir Vampírur til þess að drepa einn eða fleiri Slayer er að vera í hóp, því stærri, því betri. Til þess að drepa Vampírur þurfa Slayer-anir að nota stiku og stinga í hjartað(þarf ekki endilega að miða á hjartað). Á þeim tíma sem Slayer er að stinga vampíru er það berskjaldaðasta staðan hjá honum sem að Vampírur vita mjög vel (nema fyrir Father D, kemur fram á eftir). Vampírur eiga nefnilega helst að verja “fallin” félaga sinn á meðan hann hann getur ekki hreyft sig. Þegar að Slayer skýtur Vampíru niður gerist það sama og í kvikmyndum, hún rís upp frá dauðum nema ef að það er stungið stjaka í gegnum hjartað á Vampírunni en það fer eftir gerð vampíru hversu lengi hún er að rísa upp.

Characters: http://www.planethalflife.com/vampire/characters/charac ters.htm
Vampires:
Ef ýtt er á hægri músartakka (eða secondary attack) kemur svona sérstakur hæfileiki.

-Louis (Vampire no.1) Louis rís upp við 30 hp (hp en ekki sek). Secondary attack. -> Hann er með hitaskynjara og sér þess vegna vel í myrkri. Hann er með “silent attack” (virkt með secondary attack) þannig að það heyrist ekkert í honum þegar hann “ctrl jumpar” (leap) eða hleypur, heyrist ekkert!

-Edgar (Vampire no.2) Edgar rís upp við 40 hp. Edgar er vinsælasta vampíran. Secondary attack. -> Hann verður ósýnilegri þegar hann er á hreyfingu og þess vegna mjög þægilegt til að drepa Slayer. Ef hann stendur kjurr og er með secondary attack á þá verður hann ALLVEG ósýnilegur, ekki einusinni hægt að sjá nafnið!

-Nina (Vampire no.2) Nina rís upp við 20 hp. Secondary attack. -> Hún þolir sólarljós og kirkju.

Slayer:
Gott er að benda á að stjakinn drepur allar vampírur sem liggja en þegar þær eru standandi og lifandi tekur stjakinn 15 hp.
Slayers hafa oftast primary og secondary á öllum byssum og stjökum.

-Father D (Slayer no.1) Father D er prestur sem er með stjaka/kross, Haglara, Tvíhleypu. Þegar hann heldur uppi stjakanum er hann með kross líka sem er hægt að virkja með secondary attack - takkanum. Það gerir það að verkum að hann verður ódrepandi í nokkrar sekúntur sem er mjög gott til þess að drepa vampírur í hóp (þegar þær liggja og aðrar eru að vernda). Mest notaða byssan hjá Father er haglarabyssan sem er með 8 skot í einni hleðslu og með 36 önnur sem þarf að ??????????. Primary attack skýtur einu haglara skoti (mörgum höglum) og secondary skýtur 2 haglaraskotum (fleiri höglum) Svo er Father með “pumpu” eða tvíhleypu. Hún er með 2 hlaup og 1 skot í hvorri. svo er hún með 32 önnur sem notuð eru til þess að hlaða hlaupin. Primary attack skýtur úr öðru hlaupinu og secondary hleypir skotinu út hinu hlaupinu.

Molly (Slayer no.2) Molly er stelpa sem er með stjaka/skammbyssu, Uzi og Crossbow. Þegar Molly heldur uppi stjakanum er hún líka með skammbyssu (pistol) sem er með 7 skot í einni klippu og nokkur skot til hleðslu. Sú byssa sem er mest notuð af Molly er Uzi sem er með 36 skot í klippu og nokkur skot til hleðslu. Uzi tekur lítið líf með einu skoti en hún er hraðvirk og er fljót að drepa með hittnum einstaklingi. (Margar Molly í hóp með Uzi er eitt það sterkasta sem til er). Crossbow er samt sú byssa sem lætur mann Velja Molly. Crossbow tekur alltaf allt hp hjá Vampírum og ef maður hittir í hjartastað þá drepur Crossbow ALLVEG! Þá verður ekki þörf á stjakanum. Crossbow er með scope og er hann er notaður virkar boginn eins og AWP í cs og er með instant hit, ef maður notar ekki zoom-ið er örin lengur á leiðinni.

-Eightball (Slayer no.3) Billiard kjuða, Skammbyssu, Riffil. 8ball kemur nýr inn í þennan kafla (Chapter 5.0) og nýtur mikilla vinsælda. 8ball er ekki með stjaka heldur Billiard kjuða sem notaður er til þess að stinga í gegnum hjartastað. Líka komust nokkrir VS spilarar að því að hægt er að nota kjuðan í hafnabolta (baseball) með secondary attack með kjuðanum. Þá skýst Vampíran langt langt í burtu ef vel er hitt með kjuðanum. Aðalbyssan hjá 8ball er Skammbyssan (Pistol) sem er með haglaraskotum (sömu og í haglaranum hjá Father D). Eitt skot með skammbyssunni mjög nálægt og í bringu tekur vel yfir 100 hp. Skammbyssan er eins og skammbyssan sem er notuð í rússneskri rúllettu en er bara með 5 hlaup sem hægt er að hlaða með aukaskotum. Svo er riffillinn sem virkar mjög vel í fjarlægð. Það er hálfgerður scope á rifflinum
sem gott er að nýta sér. Riffillinn er með 12 skot í einni hleðslu og getur verið mjög snöggur að eyða þeim og þá þarf að hlaða með skotum sem með fylgja þegar maður spawnar.

Hvar er hægt að nálgast modið eða upplýsingar?
#vs.is á irc.ircnet.is. Skrifa bara !files og þá kemur listi yfir download url's. Talið við einhvern þar ef það vantar hjálp. Ég heiti Hnussi á ircinu og svo er hægt að tala við MS|Slayer eða bara opana. [GZ]Arafat er yfir VS á Íslandi, eða allavega servernum og ég ætla að þakka honum fyrir það (ég álít Arafat í VS vera svona eins og Zlave í cs)
MS irc síða -> #ms.is
Spank irc síða -> #vs-spank

Annað:
Helstu og stærstu clönin eru MS og Spank

Leaders í MS eru Psycho og Slayer

MS skorar á alla til þess að skrimma við sig þannig að það er upplagt fyrir alla sem skoða þetta að slá sér saman í clan, æfa sig og spurja MS um skrimm, ég býst líka við því að Spank vilji skrimm.

Svo að dæmi sé tekið þá tók NeF sig til og installaði vs og kepptu við MS (takk fyrir það NeF)

Leaders í Spank er Scorpion



Síður:

http://www.planethalflife.com /vampire/characters/characters.htm
Hér er info um characters

http://www.planethalflife.com/vampire/
P lanethalflife - Vampire Slayer

Það forrit sem ég og flesti mæla með til þess að finna servera er
All Seeing Eye sem er hægt að fá hér.
http://www.udpsoft.com/eye/

http://www.groundzero. is/files/vs5full.exe
-GZero- Vampire Slayer Chapter 5 (Full) -





Hér kemur listi um það sem er nýtt í þessum kafla (Chapter 5.0) frá kafla 4.1 (Chapter 4.1)

Added: New slayer - Eightball
Added: Weapon - Winchester rifle
Added: Weapon - Thunder Five
Added: Weapon - Pool Cue
Added: Three new maps - vs_redlight, vs_ehb_ctc, vs_mummy
Added: SDK 2.3 dead cameras including first person dead cam, overviews, auto-director
Added: Smoke puff bullet impact (cl_smokepuffs)
Added: Spark streaks to bullet impact (cl_bulltetsparks)
Added: Capture the Cross game mode.
Added: Destroy the Coffins style game mode.
Added: Vampire crosshair
Added: Bodyfall sound
Added: Full body animation for vampire run
Added: VGui round end graphics
Added: Slayers drop weapon when arm or leg hit
Change: vs_station and vs_church use new game modes.
Change: Removed uzi tracer
Change: Increased size of p_shotty and p_xbow
Change: Tidied crosshairs
Change: Increased uzi clip to 36
Change: Decreased dbshotty accuracy
Change: Nina resurrect at 20
Change: Edgar go totaly invisible when stationary
Change: Louis silent attack ability
Change: Removed 3rd person view
Change: Claws to Chapter.III timing
Change: Reduced hit rebound and added to immune FD
Change: Map fixes for raven and jailhouse
Change: Map vs_hunt becomes vs_blizzard
Fix: Fixed dead cam keys “next spectator/mode select” bug



Þakkir til [MS]Slayer fyrir hjálp við þessa grein

Kærar kveðjur
[MS]Hnussi
Irc (irc.ircnet.is - #vs.is) Hnussi
Fullur Íslendingur og aðrur Íslendingur