Ég segi nú bara fyrir mig að ég er orðinn langþreyttur á þessum endalausum vandræðum með ADSL kerfið , ég fer að halda þeir reyni að skipta þessu þannig að við fáum minnstan möguleika á því að spila nokkurn tölvuleik innanlands sem utanlands.

Mér finnst það nú bara nokkuð sjálfsagt að landsíminn geti að minnsta kosti fyrir þessar 50milljónir á mánuði(20.000 notendur eftir því sem er gefið upp, 2500 krónur minnst á mánuði) gefið okkur útskýringu fyrir því afhverju við erum ekki að fá þá þjónustu sem við eigum að fá.

Núna undanfarið hefur þetta verið verst , ég mushter og margir fleiri með adsl tengingar höfum verið að fá allt uppí 20% packet loss ásamt því að innanlands er ping 40-200 og flöktandi, ekki er þetta betra erlendis þar sem það flöktir , bætist við örlítið packet loss og ping fer frá 150-3000. Samt sem áður erum við flestir hjá mismunandi þjónustuaðilum. Íslandssíma / Simnet / Vortex.

Ég stórefast um að Pakkaflutningarfyrirtæki kæmust upp með það að týna 1/5 af öllum pökkum sem þau týna og útskýringin þeirra væri “ég veit það ekki” ásamt því að afhendingartíminn væri einn sólahringur til 10 sólarhringa.

Seinasta mánuð hef ég ekki hugmynd hvað ég fékk fyrir 6þús kallinn sem ég borgaði í ADSL. Því hvaða tölvuleik sem er sem ég reyndi að spila yfir netið var óspilanlegur. Eða jú ég kommst á heimabankann minn til að sjá hvað ég átti mikinn pening og gat skrifað þessa grein. Gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að spila CS .. sem varð til þess að ég kláraði mánaðarkvóta af fjögurra stafa orðaforðanum mínum.

Endilega prufið þið sem hafið verið að lenda í vandræðum að fara í Command Prompt(Windows XP / 2000) og skrifa “pathping skjalfti4.simnet.is” eða hvaða server sem þið viljið vita tenginguna til , þið eigið án efa eftir að sjá hvað ég á við.

Ég veit ekki hvort það er til en ég hef aldrei fundið á heimasíðu simnet neinn stað þar sem maður getur séð hvað er í gangi , hvenær sæstrengurinn fer , hvenær uppfærslur/viðgerðir eru. Myndi finnast mjög þægilegt að geta vitað ef maður getur ekki notað ADSLið sitt í heilan dag fyrirfram.

Þannig ég spyr bara , hvaða tengingar hafa verið mest stöðugar ?
Er breiðband málið ? Rafmagnið ? Einhverjar hugmyndir eða tillögur að því hvað maður getur gert til að laga málið því eins og er þá fær maður ekki einusinni að vita hvort síminn er að vinna í málinu.