Ég er ekkert sérstakur í íslensku bara svo þið vitið það áður en þið lesið þessa grein.

Hér mun ég spá fyrir #5 Umferð sem verður á fimmtudaginn. Ég mun ekki spá fyrir um leikina í annari deild því að í fyrsta lagi þá þekki ég lítið til liðanna og býst ekki við eins miklu áhorfi á þá leiki og þá sem eru seinna um kvöldið.

Borð kvöldsins er de_dust.

1. Riðill

Zero5 - NSP
——————–

0.5 blýin á móti Norðlensku Sveita Peyjunum. Ég held að þeir geti ekki notað 0.5 blý útaf því að 0.7 er bara notað á Norðurlandi. Ég hef ekki hugmynd um hversu undirbúnir 05 ætla sér að vera fyrir þennan leik en mig grunar að NSP verði nokkuð undirbúnir. Þessi leikur getur farið á báða vegu en mig grunar að NSP komi með einhvað deagle hax og vinni þetta án mikilla erfiðleika.

NSP 19-5 z5

DON.CS - Ice.CS
——————–

Vanilla Ice fer í heimsókn til íslensku mafíunnar. Sæmileg B-Mynd.. Annars eru klakadrengirnir búnir að vera að brillera í CAL undanfarið og ég efast um að DON fari að gera einhverjar mega kúnstir í svona þröngu borði eins og dust.

Ice.CS 18-6 DON.CS

Synergy - UNited
——————–

UN eru búnir að standa sig frekar illa í Thursinum og eru næst neðsta liðið í riðlinum sínum á meðan Syn eru í 3. sæti. Það þarf engan spámann til að sjá hvernig þessi leikur fer.

Syn 19-5 UN

Legion - Tval
——————–

Wham bam… 24-0 mam..

2. Riðill

LSD - Org
——————–

Org gátu ekki spilað við okkur á mánudaginn útaf því að “aðal” maðurinn þeirra var að koma frá útlöndum handleggsbrotinn eða eitthvað í þeim dúr. Ég held að hann sé alveg handleggsbrotinn enn í dag þannig að gömlu hipparnir í Sýru ættu alveg að geta dansað blómadansinn og sungið um blóm og frið á jörðu.

LSD 24-0 Org (forfeit)

GEGT1337 - GGRN
——————–

GGRN eru með marga public spilara og hvaða borð er eitt mest spilaða public borð á Íslandi? de_dust!! GEGT1337 munu eiga mjög erfitt með að vinna þennan leik nema þeir mæti vel tilbúnir til leiks.

GGRN 15-9 GEGT1337

diG - [VON]
——————–

VON bist ded.. ja.

diG 24-0 VON (forfeit)

Drake - MurK.cs
——————–

Æsispennandi kvikmynd í þrem hlutum sem verða sýndir með ójöfnu millibili næstu 3 árin. Fylgist spennt með því þetta verður alveg örugglega spennandi leikur. Af hverju? Því að þessi leikur mun úrskurða hvaða lið verður efsta liðið í 2. riðli!

Þá er þessu lokið í bili. Ég sé til hvort ég bý til spá um næstu umferð.

kv.
Drake | Shock