Hér á eftir ætla ég að skrifa um Half-Life mod-ið Team Fortress Classic (TFC).

Mér finnst TFC alltof lítið spilaður hér á landi miðað við hvað hann er skemmtilegur. Þess vegna hvet ég ykkur eindregið til þess að verða ykkur út um hann ef þið eigið hann ekki nú þegar og prófa hann (fyrir þá sem ekki vita þá þarf maður að eiga hinn vinsæla fyrstu persónu skotleik Half-Life til þess að geta spilað tilbrigði (modification, oft stytt í “mod”) af honum eins og þetta). Það er einn íslenskur TFC server uppi, Fortress E: duglegur.isnet.is:27017, og irc rásin er #tfc.is. Ég mæli með að þið lesið reglur þeirra servera sem þið komið hugsanlega til með að spila á og fara eftir þeim því annað getur skapað misskilning og deilur.

Þessi leikur gengur nokkuð mikið út á samspil og í honum eru (yfirleitt) tvö lið, rautt og blátt. Þau keppast við að ná hinum ýmsu markmiðum. Oftast snýst leikurinn um að ná óvinaflagginu og verja sitt eigið.

Nú, það eru níu classar í TFC;

1. Scout (Útsendari), offense class, hleypur hratt og ekki mikill bardagamaður.
Vopn: Crowbar, Single-Barrel Shotgun, Nailgun, Caltrop og Concussion Grenades.
Health: 75 Armor: 50
Sérstakir hæfileikar: Getur séð í gegnum dulbúning óvinanjósnara og aftengt tímasprengjur óvinasprengjusérfræðinga.

2. Sniper (Leyniskytta), defense class.
Vopn: Crowbar, Sniper Rifle, Autorifle, Nailgun og Hand Grenades.
Health: 90 Armor: 50

3. Soldier (Hermaður), aðallega defense class, hleypur frekar hægt en sterkur.
Vopn: Crowbar, Single-Barrel Shotgun, Double Barrel Shotgun, Rocket Launcher, Hand Grenades og Nail Grenades.
Health: 100 Armor: 200

4. Demolitions Man (Sprengjusérfræðingur), oftast notaður sem defense class.
Vopn: Crowbar, Single-Barrel Shotgun, Grenade Launcher, Pipebomb Launcher, Hand Grenades og MIRV Grenades.
Health: 90 Armor: 120
Sérstakir hæfileikar: Getur plantað niður “detpack” (stór og mjög öflug tímasprengja, það eru sumir staðir sem er hægt að sprengja sér leið með detpack)

5. Combat Medic (Sjúkraliði), offense class, hleypur frekar hratt.
Vopn: Medkit, Single-Barrel Shotgun, Double Barrel Shotgun, Super Nailgun, Hand Grenades og Concussion Grenades.
Health: 90 Armor: 100
Sérstakir hæfileikar: Getur læknað vini með sjúkrapakkanum (og líka læknað sýkingu vina sinna), á sama hátt sýkt óvini (virkar ekki á óvina sjúkraliða), og hann læknast sjálfkrafa smám saman.

6. Heavy Weapons Guy (Þungvopnamaður), hleypur hægt, mjög öflugur og sterkur.
Vopn: Crowbar, Single-Barrel Shotgun, Double Barrel Shotgun, Assault Cannon, Hand Grenades og MIRV Grenades.
Health: 100 Armor: 300

7. Pyro (“Brunaliði”), offense og defense class.
Vopn: Crowbar, Single-Barrel Shotgun, Flame Thrower, Incendiary Cannon, Hand Grenades og Napalm Grenades.
Health: 100 Armor: 150

8. Spy (Njósnari), offense class.
Vopn: Knife, Tranquilizer Pistol, Double Barrel Shotgun, Nailgun, Hand Grenades og Hallucination Grenades.
Health: 90 Armor: 100
Sérstakir hæfileikar: Getur dulbúist sem vinur/óvinur, getur séð í gegnum dulbúning óvinanjósnara, og getur þóst vera dauður.

9. Engineer (Verkfræðingur), defense class.
Vopn: Wrench, Railgun, Double Barrel Shotgun, Hand Grenades og EMP Grenades.
Health: 80 Armor: 50
Sérstakir hæfileikar: Getur byggt Sentry Gun (SG) og dispenser og lagað armor vina sinna með skrúflyklinum.

Svo er hér nokkuð ítarleg samantekt um vopnin og annan útbúnað, og hvernig hægt er að nota þau:

Crowbar: Kúbein. Notað til að lemja óvini.

Medkit: Sjúkrapakki. Hægt að nota hann til að lækna særða eða sýkta liðsfélaga og sýkja óvini, þannig að þeir missa orku þar til þeir deyja eða eru læknaðir. Aðeins sjúkraliðar geta læknað sýkta liðsfélaga.

Knife: Hnífur. Notaður til þess að stinga eða skera óvini. Hægt er að drepa andstæðing í einni stungu ef hitt er aftan á hálsinn (skorið á háls) en til þess að ná því er best að viðkomandi óvinur viti ekki af manni fyrr en hann deyr.

Wrench: Skrúflykill. Hægt er að berja óvini með honum, en hann er þó hannaður sem viðgerðartól og betra er að nota hann sem slíkan. Þannig er hægt að laga og betrumbæta sentry gun og laga dispenser og armor liðsfélaga sinna. Að auki þarf málm til þessarra viðgerðastarfa sem og til að byggja sentry gun og dispenser, en hægt er að verða sér út um hann í resupply og dispenser.

Single-Barrel Shotgun: Einhleypt haglabyssa. Skotvopn sem notað er til að skjóta óvini (frekar augljóst ekki satt?). Meiðir minna en stóra systir, sú tvíhleypta, en er þó fljótvirkari. Ber átta skothylki í einu.

Double Barrel Shotgun: Tvíhleypt haglabyssa. Meiðir meira en sú einhleypta en er hægvirkari í staðinn. Ber 16 skothylki í einu og skýtur alltaf tveimur í einu, enda tvíhleypt.

Nailgun: Naglabyssa. Skýtur nöglum sem fljúga frekar hægt svo auðvelt er að víkja sér undan þeim. Þess vegna er hún aðallega notuð til að skjóta eittvað sem færist ekki úr stað, eins og t.d. sentry gun, þó vel megi reyna að nota hana til að drepa óvini líka. Ber í það mesta 200 nagla í einu.

Super Nailgun: Ofurnaglabyssa. Mjög svipuð venjulegu naglabyssunni að því leyti að auðvelt er að víkja sér undan nöglunum, en skýtur aðeins hraðar og er örlítið öflugri. Getur borið 150 nagla í einu.

Sniper Rifle: Leyniskytturiffill. Notaður til að plaffa óvini niður á fljótlegan og auðveldan máta úr öruggri fjarlægð. Mjög öflugt skotvopn ef rétt er notað. Á honum er sjónauki til þess að auðvelda skyttunni að sjá það sem hún ætlar sér að skjóta. Hægt er að halda skottakkanum inni til að byggja upp þrýsting svo skotið verði öflugra uns vissu hámarki er náð, en um leið birtist svona rauður ljósdepill á því sem maður miðar á sem verður skærari eftir því sem maður heldur lengur inni. Aðrir leikmenn geta séð þennan ljósdepil á því sem leyniskyttan er að miða á og gott er að forðast að standa fyrir honum. Vert er að taka það fram að á meðan takkanum er haldið inni labbar leyniskyttan hægar til þess að eiga auðveldar með að miða.

Autorifle: Tætari. Notaður til að skjóta óvini, oftast þó aðeins í návígi ef þeir komast of nálægt til að notkun leyniskytturiffilsins sé æskileg. Skýtur hratt og notar sömu skotfæri og leyniskytturiffillinn.

Rocket Launcher: Sprengjuvarpa. Notuð til að sprengja óvini og annað sem leitast við að hindra eigandann í að ná markmiðum sínum. Skýtur varasömum eldflaugum þangað sem miðað er, en þær springa við snertingu, svo ekki er nóg að vera ekki fyrir þeim, heldur þarf að vera nógu langt frá staðnum sem þær lenda á líka til þess að meiðast ekki. Eins og naglarnir tekur sinn tíma fyrir þær að komast á áfangastað svo að auðvelt er að víkja sér undan þeim. Þess vegna er ráðlegt að skjóta á þann stað sem líklegt er að skotmarkið verði á eftir þann tíma sem það tekur flaugina að komast þangað. Þar sem hermaðurinn sem ber þetta skaðræðistól er ágætlega varinn fyrir sprengingum af ýmsu tagi, er einnig hægt að nota hana til þess að “skjóta sér” ólíklegustu vegalengdir. Getur borið 4 flaugar í einu.

Grenade Launcher: Tímasprengjubyssa. Ekki mjög öflug byssa sem slík því hún skýtur ekki mjög langt en sprengjurnar sem hún skýtur eru aftur á móti ansi öflugar, en þær springa við snertingu við óvini, eða ef engin slík á sér stað, þá eftir ákveðinn tíma. Getur borið 6 sprengjur í einu.

Pipebomb Launcher: Jarðsprengjubyssa. Mjög svipuð og tímasprengjubyssan en sprengjurnar sem hún skýtur eru fjarstýrðar og springa þegar sprengjusérfræðingurinn ákveður það. Þar af leiðandi er gott er að nota hana þegar á að verja andstæðingunum framgöngu á einhverjum ákveðnum stað, t.d. með því að planta þeim í kringum flaggið, eða við mikilvæga samgönguleið. Getur borið 5 sprengjur í einu og hægt er að hafa 8 tilbúnar á jörðinni í einu, ef settar eru fleiri springa aðrar sem fyrir eru, í sömu röð og þeim var skotið.

Assault Cannon: Hríðskotabyssa. Þung og mjög öflug en ónækvæm byssa sem skýtur hratt, og skotin dreifast heldur mikið. Sá sem hana ber, gengur hægar á meðan hann er að skjóta úr henni, enda þarf hann nær allra sinna krafta við að halda henni stöðugri.

Flame Thrower: Eldvarpa. Notuð til að kveikja í óvinum og brenna þá. Drífur frekar stutt. Takist að kveikja í þeim loga þeir í nokkra stund og halda áfram að særast á meðan. Hægt er að sá sem brennur getur slökkt eldinn strax með því að hoppa út í næsta vatn, ef eitthvað slíkt er nálægt, en annars slokknar eldurinn eftir dálítinn tíma. Inniheldur 150 einingar af eldsneyti.

Incendiary Cannon: Íkveikjusprengjuvarpa. Nokkuð svipuð sprengjuvörpunni, nema hún meiðir ekki alveg jafn mikið og kveikir í þeim óvinum sem nálægir eru þegar flaugarnar springa. Er ekki heldur jafn öflug að því leyti að ekki er hægt að “skjóta sér” nærri jafn langt/hátt með henni og sprengjuvörpunni. Getur borið 20 eldflaugar

Tranquilizer Pistol: Deyfibyssa. Skýtur deyfipílum sem deyfir óvini. Njósnarinn getur notað hana til að hægja á andstæðingum sínum til þess að auðveldara sé að eiga við þá.

Railgun: Geislabyssa. Skýtur grænum geislum, sem ferðast frekar hægt svo auðvelt er að víkja sér undan þeim.

Caltrop: Gaddar. Nokkurs konar gildra sem útsendarar geta lagt fyrir óvini með því að dreifa nöglum um gólfið svo þeir sem stígi á þá særist og haltri, og þar með gangi hægar. Gagnlegt þegar hann vill losa sig við eftirför óvina sinna, því hann hleypur þar að auki mun hraðar en margir. Því fleiri gadda sem leikmaðurinn fær í fótinn, þeim mun hægar gengur hann.

Hand Grenade: Handsprengja. Öflug sprengja sem springur u.þ.b. fjórum sekúndum eftir að pinninn er losaður (það heyrist píp íleiknum til að auðvelda manni að vita hvenær maður má búast við að hún springi. Þannig heyrast þrjú píp með jöfnu millibili og svo springur hún þegar það fjórða myndi heyrast ef það væri eitthvað fjórða. Það sama gildir um allar sprengjur nema Detpack). Hægt er að losa pinnann en henda henni samt ekki strax, heldur halda á henni áfram. Það er gert með því að halda takkanum á lyklaborðinu sem notaður er til að henda henni, inni, og sleppa honum síðan til að kasta henni. Það sama gildir um aðrar sprengjur nema detpack.

Concussion Grenade: Höggbylgjusprengja. Veldur heilahristingi eða svima hjá þeim sem fyrir slíkri sprengingu verða, auk þess sem þeir kastast frá sprengjunni, því nær sem þeir voru, af þeim mun meira afli kastast þeir í burtu. Í því felst einmitt notagildi hennar sem “stökksprengju” því hægt er að nota hana til að ýta sér hraðar og lengra en annars væri mögulegt. Með þessu móti hefur mönnum tekist að fljúga ótrúlegurstu vegalengdir, enn lengri en með því að nota sprengjuvörpuna. Einnig gott til að komast framhjá óvinum eða vörnum sem maður vill forðast.

Nail Grenade: Naglasprengja. Sprengja sem lætur nöglum rigna í allar áttir út úr sér í nokkrar sekúndur áður en hún springur í loft upp.

MIRV Grenade: Brotasprengja. Geysiöflug sprengja sem er samsett úr mörgum litlum sprengjum og nokkurs konar hylki utan um þær. Fyrst springur hylkið og dreifast þá “brotin” úr henni sem springa síðan nokkrum sekúndum seinna, ekki endilega öll alveg ásama tíma.

Napalm Grenade: Eldsprengja. Sprengja sem kveikir í gólfinu í kring þegar hún springur. Bálið logar svo í nokkrar sekúndur áður en það brennur upp. Þeir óvinir sem vaða í gegnum eldinn brenna sig að sjálfsögðu og ef þeir eru nógu lengi í eldinum getur kviknað í þeim.

Hallucination Grenade: Ofskynjunarsprengja. Lítið hylki sem springur ekki heldur sprautar einhvers konar ofskynjunarlyfi út í loftið og þeir óvinir sem fá það á sig fara að sjá ofsjónir og fá ofskynjanir, t.d. finnst þeim stundum eins og einhver sé að lemja þá með kúbeini eða þykjast sjá skot þjóta framhjá sér eða eitthvað þvíumlíkt. Slíkt getur verið ruglandi, sérstaklega ef einhver er líka í alvörunni að reyna að drepa þann ruglaða. Ekki er hægt að særast af ofskynjunum sjálfum en lyfið særir eilítið þegar það lendir á óvinunum.

EMP Grenade: Orkubylgjusprengja. Sendir frá sér orkubylgju sem hitar öll skotfæri og sprengjur og þess háttar þannig að það springur innan frá. Það er náttúrulega mjög skaðlegt þeim sem slíkt bera á sér, en það gera allir leikmenn, bara mismikið. Því meiri skotfæri og sprengjur sem menn bera, því meira særast þeir.

Detpack: Tímasprengja. Án efa öflugasta sprengjan í leiknum. Sprengjusérfræðingurinn getur plantað henni hvar sem er og stillt hvað hún springur eftir langan tíma. Þegar þar að kemur springur hún með látum og þeir sem gera þau mistök að vera nálægt þegar það gerist, látast samstundis. Aðeins útsendarar óvinaliðsins geta aftengt tímasprengjur af þessu tagi. Einnig eru sumir veggir eða aðrar fyrirstöður þannig að hægt er að sprengja sér leið í gegnum þær með tímasprengju. Eftir að það hefur verið gert er sú leið opin þeim sem hana þurfa að nota. Þó er hægt að loka flestum þeirra aftur með annarri tímasprengju frá hinu liðinu.

Sentry Gun: Sjálfvirk vélbyssa. Verkfræðingurinn byggir hana, og eins og áður kom fram getur hann betrumbætt og lagað hana með skrúflyklinum. Það eru þrjú þróunarstig og hvert stig gerir hana betri en hún var. Verkfræðingurinn bætir í hana sínum skotfærum þar til hún er full eða verkfræðingurinn er búinn með skotin sín. Vélbyssan skýtur alla óvini sem hún drífur að. Getur ekki séð í gegnum dulargervi njósnara, svo komi óvina njósnari í færi við hana dulbúinn sem vinur skýtur hún hann ekki.

Dispenser: Birgðaskammtari. Verkfræðingurinn byggir hann eins og sjálfvirku vélbyssuna og með skrúflyklinum getur hann bætt við skotfærum og birgðum. Allir geta notað hann, líka óvinir, en ef að óvinir nota hann fær verkfræðingurinn sem byggði hann upplýsingar um það, og þá getur hann t.d. brugðist við með því að sprengja hann í loft upp í þeim tilgangi að reyna að aflífa viðkomandi. Margir leikmenn byggja einmitt birgðaskammtara á hentugum stöðum þar sem miklar líkur eru á að óvinir snerti hann, til þess að sprengja hann.

Margar af þýðingunum hér fyrir ofan eru heimatilbúnar og má vel deila um gildi þeirra.

Já… þá er það komið. Endilega komið með athugasemdir.

kv. raubbi

TFC - silent