Vegna umræða á korkinum um að Síminn Internet hafi tekið Half-life út úr Skjálfta mótunum verð ég að svara þessu hér.

Þetta þróaðist á þá leið að [.Hate.] meðlimir (sem eru nú með counter-strike.is) leituðu til okkar og höfðu áhuga á að sjá um þessi mót sjálfir og leituðu eftir samstarfi við okkur.

Ekkert hefur verið ákveðið í þessum efnum og þykir mér mjög svo leiðinlegt að “adminar” yfir þessu ágæta áhugamáli fari ekki með rétt mál.

Dreitill segir að við séum hættir með half-life á skjálfta og að þeir ætli að bjarga menningunni með að halda mótin sjálfir:

<i>“Þar sem komið hefur fram að lítill möguleiki sé á að síminn haldi annað Halflife mót hefur skapast umræða milli nokkurra aðila innan counter-strike samfélagsins sem og nokkurra sem standa fyrir utan um að gera eitthvað fyrir okkur leikmennina sem sitja útí kuldanum og horfa fram á ládeyðu (hey, wtf is that ?). Umræða um riðlakeppni, mót og Lön eru öll virk og við viljum að allir leikmenn sem einhvern áhuga hafa á þessu að bíða aðeins róleg með aðgerðir því ekki er öll von úti enn.”</i>

Enn og aftur:
Síminn Internet hefur ekki ákveðið að hætta með Half-life á skjálfta mótunum.