þegar ég byrjaði að spila CS (á módemi), vá…var með 230 ping og stundum komu ´spikes´ upp í 300….en ég skemmti mér konunglega því, jú, ég þekkti ekkert annað…síðan fór maður að spila meira og meira. Og þá kynntist maður ADSL, wow….menn jafnvel með 5 - 10 í ping og að sjálfsögðu ekkert lagg !!!! Þetta þótti mér hin hreinasta snilld þannig að ég pantaði mér svoleiðis. Viti menn…ég var allt í einu farinn að geta drepið menn þegar ég kom aftanað þeim, reyndar var ég ekki með 5 - 10 í ping, en samt svona oftast 15 - 30 og stundum komu ´spikes´ alveg upp í _50_ vá hvað mér þótti það slæmt.

En nú er tíðin önnur, eftir að ADSL kerfi símans hrundi, jah…var það ekki um miðjan desember…mig minnir það, þá er raunveruleikinn orðinn aðeins súrari. Núna þykir manni gott ef pingið helst stöðugt í 100…en maður er í rauninni ekkert undrandi ef það fer í 150. En svo var ég að scrimma áðan, veiiiii ég var með 100 til 200 (spikes upp í 3-400) í ping….af hverju ekki bara að segja þessu and******* ADSL upp og grafa upp gamla módemið aftur?

Einhverjir Ofur(hugar) settu af stað undirskriftarlista til að mótmæla seinagangi í viðgerð og samskiptaleysi símans í sambandi við þetta vandamál. Fljótlega voru komnir 150 manns á listann og það bættist stöðugt á hann…þá kom þetta æðislega “Tilraunaverkefni” þar sem mönnum var boðin fastlínutenging við símann og átti það að gera tvennt, létta á álagi venjulega ADSL kerfisins og laga þetta vandamál með svartíman eins og simnet menn orðuðu það.

Jújú, ég skráði mig enda orðinn örvæntingarfullur um að geta ekki spilað með góðu móti þann eina tölvuleik sem ég almennt spila. Svarið lét ekki á sér standa, ég gat ekki tengt mig við internetið “Já, það eru víst margir að lenda í þessu….en við vitum ekki útaf hverju” var svarið frá tæknimanni símans og í framhaldi bauð hann mér að fara aftur til baka í þessa ´venjulegu´ tengingu…mmmm….engin tenging eða tenging með slæmum svartíma, einfalt svar þar.

En hvað er að gerast núna hjá símanum, af hverju fáum við viðskiptavinirnir ekkert að vita !!!

Sjá þeir fram á að þetta lagist ???
Er ADSL kerfið einfaldlega úrelt eins og einhverjir héldu fram ???
Á maður að þrauka lengur eins og einhverjir (menn frá símanum grunar mig) báðu fólk um ???

Eða á maður bara að fara á morgun og kaupa sér tenginu hjá Íslandssíma og gefa SKÍT í símann.

ég held það bara….

[.IFF.]Alien8
Alien8