Úff, klukkan er 3:16, Laugardagsmorgun, og ég var að aftengjast CS 1.6 beta server sem ég náði loksins að

setja upp. Byrjaði með “leaked” Steam installer kl. 18:00 á fimmtudaginn og búinn að vera að reyna að koma þessu í lag síðan þá :D

Hér eru mínar “observations” (ég á örugglega eftir að koma nokkrum ensku slettum inn í þetta, þar sem ég er nýbúi ;) samt íslendingur ;)

Ég byrjaði á því að setja upp 4a manna server á de_airstrip.
(GUI-ið er bara snilld en ég ætla samt bara að fjalla meira um þetta map, map breytingar og vopn.)

Nýju vopnin - Famas, Ballistic Shield, Smoke bomb, Glock, Galil
———–

OK, airstrip komið. Vel CT.
Ýti á ~ takkan og console-ið kemur upp. Ekki okkar gamla góða heldur nýtt, flottara og skýrara. Ég skrifa mp_ (til þess að stilla startmoney) og fyrir neðan birtist gluggi með öllum mögulegum mp_ skipunum og á hvað þær eru stilltar.
Svo skrifa ég sv_ (til þess að restarta roundinu svo ég fái nú 16000 kallinn minn) og allar sv_ stillingar birtast! Schnilld :D

btw ex_interp birtist í listanum, en ég prófaði samt ekki að breyta því. Marr er orðinn skít hræddur að gera eitt eða neitt sem gæti verið kallað svindl. Meira að segja í beta test ;)

Nú byrjar fjörið. Kaupi mér Famas. B -> 4 -> 1 . Ekkert falleg byssa en útlit skiptir svosem ekki miklu máli. Skýt nokkur round af skotum. Ekki alveg að fíla hljóðið en það venst ;) Smelli á hægri mústakkan og byssan fer í burst-fire mode glock-style :D
Ég prófa að skjóta nokkrum skotum á veg: single shots, burst í single mode, burst í burst-mode og spray'n'pray :D Þetta virðist vera mjög nákvæm byssa.

Kaupi mér skjöld. o -> 8 . Missi riffilinn að sjálfsögðu og upp kemur default USP-inn. Kaupi mér deagle, og held enn þá á skjöldinum. Þannig að skjöldurinn er fyrir allar skammbyssur. Smelli á hægri mústakkan og ég fer í skjól. Það er ansi erfitt að sjá, fyrst að maður sér bara uþb 15-20 prósent af “view”-inu. Restin er skjöldur. Skjöldurinn hreyfist einnig þegar maður hleypur. Smelli aftur á hægri mústakkan og ég kem úr skjólinu og get farið að skjóta á ný :D Það hægist ekki mikið á manni og maður getur alveg stokkið og gert allt sem maður getur venjulega. Þessi skjöldur er bara snilldin ein ;) Ekkert auðveldur í notkun, og rifflar geta skotið í gegn um hann. Þeas, ef þú ert ekki að fíla hann, ekki nota hann ;)
Svo er líka hægt að nota hníf með skjöldinum. Mjög flott nýtt eins konar “back-hand” model fyrir hnífinn og reyndar líka ný model fyrir allar sprengjurnar, því maður heldur öðruvísi á þessum vopnum með skjöld.

Kaupi mér smoke-sprengju. Kasta henni. Mjög flott. Loftið fyllist næst um því samstundis af reyk. Og ómögulegt að sjá í gegn um hann.

Skipti yfir í Terr og tjékka á Glocknum. Eins og við höfum séð á screenshots á CSNation, þá er Glock kominn með “barrel” (hlaup?)! Lítur bara út eins og allt önnur byssa :) Mjög fín breyting. Annars er fílingurinn af henni eins. Kaupi mér Galil. B -> 4 -> 1 ! AK er núna B -> 4 -> 2 !! EN jæja, það venst. Eins og Famas, þá er hljóðið ekki mjög CS-legt :) en það venst :D Og virðist líka vera ansi nákvæm. Hægri mústakkinn (þeas attack2) gerir ekkert. !#%@sæmilegt útlit á rifflinum, enda Israelskt vopn :P Passar samt að byssan skuli bara vera terrorista vopn ;) (smá persónulegt og pólitiskt sjónarmið á þessu hjá mér, sry)

Nú er ég búinn að testa allar vopna viðbætur og breytingar.

de_airstrip
———–

Hleyp nokkra hringi kring um mappið og villist í hvert skipti. Þó svo að snillingurinn hann narby hafi gert uppáhalds borðin mín (de_inferno og de_aztec), þá er ég ekki alveg að fíla þetta borð. Allt of skrautlegt, þeas mikið af plöntum, litrík og skrautleg “textures”, enda er þetta frumskógur, en CS hefur í mínum augum alltaf verið sérstakt út af “simplicity” og ekki út af “details”. Þetta venst kannski líka :D Því lay-out-ið virðist vera mjög fínt og gæti ég alveg ímyndað mér að keppa í þessu borði þegar ég er búinn að læra á það. Gæti samt verið ansi erfitt borð.

de_inferno
———-

Skipti yfir í de_inferno. Vel Terr. Vá! Ótrúlega flott breyting á borðinu!. Textures og lay-out. Mjög lítil breyting samt á terr spawn. Í öllu borðinu eru hér og þar komnir nýjir kassar og sumir horfnir. T.d. er ekki lengur hægt að komast upp á svalirnar hjá bomb site A. Nú þarf maður boost eða að fara hringinn til þess að komast þangað. Það er auðveldara að komast upp úr “holunni” sem er á bomb-site A (vinstra megin ef þú horfir í áttina að terr spawn, þeas nálægt hliðargangnum sem var bætt við í cs 1.4). Maður hefur séð þó nokkra núbba festast þar í þessum “holum” ;).
Mesta breytingin er semsagt við bomb-site A og CT spawn.
Við CT spawn er ekki lengur hægt að komast inn á nýja hliðarganginn (sem leiðir á bomb-site A) nema að fara “löngu leiðina” (upp tröppurnar og tilbaka meðfram kantinum) því kassinn hefur verið fjarlægður. Hliðargangurinn er líka breyttur. Hann er orðinn þó nokkuð stærri og eru komnar nokkrar mubblur í hann líka :D
Leiðin frá Terr spawn á bomb-site B hefur fengið smá andlitslyftingu og eru þar núna lítil þrep eins og í langa ganginum í cs_italy.
Svo vildi ég testa þetta “ladder-bug” sem var nefnt í bug-fixes fyrir CS 1.6 og fór upp á svalirnar “crouch”-andi. Það var sagt að maður færi hraðar upp stigan crouchandi (sem ég hafði aldrei tekið eftir áður) og mér skildist líka að hljóðið í stiganum yrði ekki lægra. En þetta virðist vera nákvæmlega eins og áður. From the feel and sound of it at least ;)

de_aztec
——–

Nú var kominn tími til að tjékka á de_aztec. Borðaskiptingin er ótrúlega hröð. Eiginlega engin bið! amk ekki á 4a manna server :D Þetta á samt að vera breyting í CS 1.6 og fyrir allar server stærðir.
Vel CT. Nokkrar breytingar á CT spawn. En ekkert sem við höfum ekki séð á screenshots á CSNation. Ekkert böggandi “cricket” hljóð skrifaði ég niður á blaðið mitt!!! En þegar næsta round byrjaði kom þetta !$#&@. Samt ekki sama hljóðið. Ekki eins skerandi í eyrun og aðeins minna volume á því. En sem betur fer virkar stopsound skipunin ennþá :D Eldingarnar koma líka öðruhvoru.
Stærstu breytingar eru á hurðum. Þær eru orðnar stærri og sumar eru “opnari” en áður. Nokkrum stein“kössum” (stone blocks) hefur verið bætt við hér og þar líka. Þannig að “strategies” gætu breyst í þessu borði líka.
Brúnni hefur verið breytt. Við sáum það líka á screenshots. Og ég man eftir að [.love.]Garfield sagði í grein hér á hugi.is/hl að götin í brúnni væru eiginlega ekki göt, sem er satt :D Sama hvað ég reyndi, þá tókst mér ekki að detta í gegn um brúnna :D Handriðið er að miklu leiti horfið. Bara smá bútar eftir af því.
Stærsta breytingin er á Terr spawn. Spawnið sjálft hefur fengið fína andlitslyftingu og hafa stóru stein“kassarnir” verið fjarlægðir og fl. Stóri trékassinn sem var á leiðinni upp frá spawn (þar sem óþolandi camparar fela sig stundum ;) er horfinn! Gangurinn er ansi breyttur þannig að kassinn hefði bara verið fyrir. Stein“kassarnir” neðst á terr spawn rétt áður en maður fér í vatnið (þar sem wappah#%&r spawnkömpuðu oft ;) eru farnir. Og svæðið þar í vatninu er orðið stærra.
Svo er erfiðara að sjá terra sem eru í vatninu frá bomb-site A. Nokkrum plöntum var bætt við og “lighting” hefur verið breytt. Mér líst bara mun betur á aztec núna, og þeir sem voru orðnir leiðir á wappa-slátruninni geta kannski aftur farið að fíla þetta borð :D

weapon test
———–

Allt í einu sé ég að einhver er að tengjast servernum mínum. Hann heitir Quest og segir “Hello”. Ég heilsa tilbaka með “blessarr” og breyti nikkinu mínu frá Player í [)CosaNostrA(]SarcastiK. Hann breytir nikkinu í [.Evil.]Quest. Kewl! Tveir íslendingar! Skemmtileg tilviljun :D og við förum að testa nýju vopnin á hvort annað. Needless to say rústaði hann mér, en ég fékk þó að testa styrkleika nýju vopnana og er ég mjög sáttur ;) Sérstaklega að það sé hægt að skjóta gegn um skjöldinn með rifflum og að glockinn er orðinn öflugri. :D Quest bendir mér svo á Deagle modelið. Því hefur verið aðeins breytt og er orðið mun flottara :D Eye candy fyrir Deaglemeisters eins og [)CosaNostrA(] feðgarnir FuzeR og HunteR :D

Allt í allt verður þetta að mínu mati mjög fín uppfærsla á CS.

Steam er mjög núbba-friendly, þannig að þegar er búið að aflusa það, þá eigum við ekki að þurfa að útskýra mörg hundruð sinnum á CS korknum hvernig maður uppfærir CS. Server listinn er líka ótrúlega fljótur að uppfærast og downloadast borð og annað sjálfrafa ef það vantar.

Vonandi nenntuð þið að lesa þetta og gátuð yfir höfuðið skilið þetta :D
Bíðum öll spennt og bjartsýn eftir CS 1.6 final. Ég mæli með að sleppa því að eyða mörgum klukkutímum í þessa betu, nema þið séuð hard core nördar án lífs eins og ég :D Er samt orðinn gráhærður eftir þetta puð ;)

kv. [)CosaNostrA(]SarcastiK

http://cosanostra.aknet.net
http://hrollheimar.aknet.net
http://www.aknet.net
sa rcastik@aknet.net

2 scrim servers available for rent
contact fuzer@aknet.net for info
*shameless plug*

og kíkið endilega á http://csnation.counter-strike.net fyrir frekari upplýsingar :)