Grein tekinn beint úr nýjasta tölublaði Séð & Heyrt





Strákarnir í MurK hópnum kunna tökin á tölvuleikjunum


Pruðmenn í lífinu - Dráparar á skjánum


Blása á fordóma!
Keppni í tölvuleikjum verður æ vinsælli hugaríþrótt hjá fólki á öllum aldri. Á skjálfta 2002 var keppt í leiknum Counter-Strike. Skemmst er frá því að segja að strákarnir í MurK liðinu, þeir Arnar Arnarson, Jóhann Hrafnkell líndal, Kristján Freyr Kristjánsson, Jóhannes Þorleiksson, Ingólfur Steinar Pálson og Gunnar Arnþórsson fóru með sigur af hólmi á mótinu en liði þeirra hefur sigrað á skjálfta 6 sinnum áður. Drengirnir eru allir í menntaskóla fyrir utan einn sem er í flugnámi. Þeir stunda tölvuleikina eins og atvinnumenn og æfa daglega þar sem þeir hafa ágætis æfingaraðstöðu í Reykjavík en aðeins fimm keppa að þessu sinni. Margir tala um þessa tölvuleikjakeppni sem eins konar hugaríþrótt, jafnvel í ætt við skák þar sem reynir mjög á minni og rökhugsun.

Enginn ofbeldishneigð
Margir hafa gagnrýnt tölvuleikina harðlega fyrir að ýta undir ofbeldishneigð unglinga. MurK piltarnir hafa ákveðnar skoðanir á þessum fordómum og hafa m.a þetta að segja : “við skiljum ekki þessi læti í sumu fólki útaf leikjunum”. Við könnnumst ekki við það í okkar hópi að einhver sé ofbeldishneigðari en áður. Reyndar erum við allir með prúðari mönnum og sama að segja um alla þá sem við umgöngumst í bransanum. Það er nærtækast að benda á að þegar mörg hrottalegustu stríð voru háð á öldinni sem leið voru tölvuleikir hvergi nærri. Við könnumst miklu frekar við að við séum að rækta vinskap okkar á milli og kynnast nýju fólki. Allt umstangið í kringum leikina krefst þess að við ræðum mikið saman, segja strákarnir. Við erum allir ósköp venjulegir strákar í menntaskóla, höfum æft fyrir körfubolta og eigum mörg önnur áhugamál fyrir utan lanið, en það er orðið yfir það að hittast og spila saman, segir einn Murkari


Dreymir um Dallas!
Murkarar hafa verið að spila við Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir á netinu og hefur gengið mjög vel. Aldurstakmarkið til að keppa á netinu er 16 ár en Murkarar eru allir 17. Núna stefnir MurK hópurinn á það að komast á alþjóðlegt mót í Dallast næsta sumar. “Það eru mót út um allan heim fyrir utan Bandaríkinn og ísland t.d í Kóreu, Japan og á norðurlöndum. Við höfum ekki komist útaf peningaleysi. Núna erum við hins vegar í alvöru að leita að fyrirtækjum sem gera hugsað sér að styrkja okkur svo að við komumst til Dallast næsta sumar. Við erum nokkuð góðir á alþjóðlega mælikvarða. Þeir hjá Little Cesars styrktu okkur með pizzum og mótsgjaldi nokkrum sinnum, en núna erum við að tala um stærra dæmi segja piltarnir. Murkararnir tilheyra án efa fyrstu tölvuleikja kynslóð sem nýtur þess að hafa aðgang að leikjunum heima hjá sér. Þeir eru allir ”góðir í tölvum" eins og sagt er og kunna ráð við nær öllum tölvuvandamálum sem upp koma. Þeir eru miklar hjálparhellur þegar fjölskyldur þeirra lenda í tölvuraunum enda prúðmenni hin mesta þrátt fyrir utan allt murkið á tölvuskjánum.


Texti: Agnes Kristjánsdóttir
Myndir: Sigurjón Ragnar


15 Janúar 2003